Hugmyndir að gourmet bóndadagsgjöfum

Einhverjir bændur eiga von á góðu á föstudaginn. Það munu …
Einhverjir bændur eiga von á góðu á föstudaginn. Það munu án efa einhverjir þeirra renna hýru auga til listans hér að neðan. thinkstockphotos.com

Bóndadagurinn er á föstudaginn næsta en þá er vel við hæfi að gera vel við bóndann. Hér koma nokkrar hugmyndir að góðum og girnilegum gourmet bóndadagsgjöfum. Það er gjarnan sagt að leiðin að hjarta mannsins liggi í gegnum magann! Dæmi hver fyrir sig.

Kósíköld í körfu
Karfa með hráefni í uppáhaldsmáltíðina, góðri léttvínsflösku ef vill og playlista eða geisladisk er ávísun á gott kvöld heima fyrir. Það er notalegt að elda saman og njóta þess að spjalla um daginn og veginn. Ef mörg börn eru á heimilinu getur verið góð hugmynd að gefa börnunum fyrst að borða og koma þeim í rúmið og borða svo í rólegheitunum saman. Ekki er verra ef kvikmynd fylgir með og kannski nokkrir konfektmolar.

Girnilegt og gott hráefni í fallegri körfu eða poka er …
Girnilegt og gott hráefni í fallegri körfu eða poka er ávísun á notalegt kvöld. Elena_Danileiko

Bjórsmökkunarsett
Þetta skemmtilega bjórsmökkunarsett úr sérvöruversluninni Progastro inniheldur fjögur mismunandi bjórglös en hvert þeirra er hannað með ákveðinn bjór í huga. Það er að segja fyrir belgískan ale og pilsner, india pale ale, þýskan og belgískan hveitibjór og síðasta glasið er fyrir pale lager og english strong ale. Það mætti því vel kaupa einn bjór af hverri tegund og gefa með glösunum og smakka svo saman.

progastro.is

Pastavél
Ferskt pasta er ákaflega gott og ófáir hafa rankað við sér í kolvetnisþoku eftir að hafa borðað of mikið af ljúffengu pasta. Það er auðveldara en marga grunar að gera sitt eigið pasta. Til þess eru hinar ýmsu vélar. Bæði vélar sem fara framan á hrærivélar eða eru stakar líkt og þessi vél frá Jamie Oliver en hún fæst í Líf og list. Einnig eru til vélar sem bæði gera deigið og pastað sjálft en slíkar vélar hafa fengist í Elko sem dæmi.

Pastavélin frá Jamie Oliver er hin mesta búbót fyrir pastaunnendur.
Pastavélin frá Jamie Oliver er hin mesta búbót fyrir pastaunnendur.

Djúsí djúskort
Ófáir eru að huga að heilsunni um þessar mundir. Það getur því verið heilsubætandi og bragðgóð gjöf að gefa bóndanum ávísun á ferska og holla hristinga eða safa. Slík kort fást til dæmis á Gló, Lemon, Happ og í hinum ýmsu heilsuræktarmiðstöðvum.

Heimatilbúið ostanámskeið
Ostar verða seint óvinsæl gjöf. Það er skemmtilegt að kaupa nýja og framandi osta í ostaverslun og fá upplýsingar um sérkenni hvers osts og bjóða svo bóndanum í ostakynningu heima fyrir. Í sérvöruverslunum sem selja ost veit starfsfólkið yfirleitt ansi mikið um ost og getur frætt kaupandann um meðlæti, hvaða vín eða bjór passar helst með og þar fram eftir götunum. 

Tobba Marinós

Souse Vide
Hægeldunartæki sem kallast Sous Vide hafa notið mikill vinsælda hérlendis en hafa gjarnan verið illfáanleg vegna vinsælda. Souse Vide er franska og þýðir undir þrýstingi og vísar í þá aðferð að hráefnið er sett í lofttæmdar umbúðir ásamt kryddi og látið ná kjöthitastigi í vatnsbaði en Souse Vide-græjan sér um að hitinn á vatninu sé fullkominn. Sous Vide ku vera eina vinsælasta leiðin til að fá fullkomna niðurstöðu – lungamjúka og ótrúlega ljúffenga bita.

Progastro hefur nú hafið innflutning á Souse Vide-tækinu Twist en …
Progastro hefur nú hafið innflutning á Souse Vide-tækinu Twist en Souse Vide-græjur hafa oft verið illfáanlegar hérlendis sökum vinsælda.

Souse Vide-námskeið
Það er ekki nóg að eiga græjuna því það þarf að kunna á hana líka. Salt-eldhús hefur haldið sérstök námskeið í Souse Vide-tækni að undanförnu við miklar vinsældir. Næsta námskeið er einmitt í febrúar.  Á námskeiðinu er farið í gegnum grunnhugmyndir í Sous Vide-eldamennsku og gerðar bragðgóðar tilraunir. Salt-eldhús býður einnig upp á fjölda annarra námskeiða.

Souse Vide-græjan að störfum á námskeiði hjá Salt.
Souse Vide-græjan að störfum á námskeiði hjá Salt. Salteldhus.is

Bóndalegur löns eða bröns
Bóndadagur kemur upp á föstudegi að þessu sinni en þá eru flestir í vinnu. Vinsælt er að bjóða sambýlismanninum í hádegisverð en það er skemmtileg leið til að brjóta upp daginn og yfirleitt eru veitingahús með glæsilega matseðla á mun lægra verði í hádeginu en á kvöldin. Henti það ekki má vel gefa karlinum gjafabréf á bröns á einhverjum af veitingahúsum landsins og fara þá á laugardagsmorgninum saman í síðbúinn morgunverð. Gætið þess þó að panta borð til að verða ekki fyrir vonbrigðum.



Bröns er mjög vinsæll hérlendis. Þessi mynd er af eggjum …
Bröns er mjög vinsæll hérlendis. Þessi mynd er af eggjum florentine með heimagerðu súrdeigsbrauði á Coocoo's nest. Íris Ann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert