Deliþeytingar og -trefjastykki, frábær morgunverður

Ámundi Óskar Johansen skellti í girnilega Deli-þeytinga.
Ámundi Óskar Johansen skellti í girnilega Deli-þeytinga. Ásdís Ásgeirsdóttir

Johansen Deli var opnað síðastliðið vor og hefur svalað þörf Íslendinga og erlendra ferðamanna fyrir alvöru „deli“-mat eins og algengur er í útlöndum. Þar má finna girnilegar samlokur, heilsudrykki, álegg skorið eftir pöntun, gómsætan hádegismat og margt, margt fleira. Þessar uppskriftir koma frá Ámunda Óskari Johansen, einum eigenda Johansen Deli.

Sá græni

1 stk. avókadó
8 stk. möndlur
1stk. banani
50 g ananas
200 ml möndlumjólk

Sá bleiki

1 banani
3 jarðarber
1 msk. súkkulaðinibbur
250 ml vanilluskyr

Allt sett í blandara ásamt klaka eftir smekk og blandað

Trefjarík og bragðgóð stykki sem tilvalið er að maula með …
Trefjarík og bragðgóð stykki sem tilvalið er að maula með kaffinu. Ásdís Ásgeirsdóttir

Delí-trefjastykki með súkkulaði 

1 bolli graskersfræ
1 bolli valhnetur
1 bolli möndlur
1bolli trönuber
½ bolli kókosmjöl gróft
½ bolli hlynsíróp
½ bolli kakónibbur eða dökkt súkkulaði

Setjið hnetur, möndlur, fræ og döðlur í matvinnsluvél. Passa skal að blandan verði ekki of fín.

Setjið blönduna í skál og bætið við afganginum af hráefninu. Pressið síðan blönduna á bakka með bökunarpappír, gott er að nota ofnskúffu. Bakið í 20 mín. á 160°C.

Ámundi Óskar Johansen einn eigenda Johansen Deli.
Ámundi Óskar Johansen einn eigenda Johansen Deli. Ásdís Ásgeirsdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert