Matreiðsluþátturinn sem gerði allt vitlaust

30 ára aldursmunur kemur ekki í veg fyrir flippaða vináttu!
30 ára aldursmunur kemur ekki í veg fyrir flippaða vináttu! VH1.com

Eldhúsdrottningin Martha Stewart  og rappdólgurinn Snoop Dog hafa verið nánir vinir um árabil. Eins og það eitt og sér sé ekki nægilega undarlegt þá hafa þau mikið dálæti á því að elda saman. Martha hefur þó nokkru sinnum fengið Snoop í þáttinn til sín til að elda en í nóvember síðastliðin byrjuðu þau með ansi flippaðan matreiðslu- og skemmtiþátt að nafninu Martha and Snoop's Potluck Dinner Party en Potluck dinner myndi útleggjast sem Pálínuboð á íslensku þar sem allir gestir koma með heimagerðan rétt í veisluna. Hér að neðan er að sjá skemmtileg brot úr þáttunum í kynningarstiklu fyrir fyrri þáttaröðina. Ekkert virðist vera „off limits" og flest allt er því látið flakka en Snoop talar ansi oft um vímuefni í þáttunum.

Þátturinn gekk ekki aðeins út á eldamennsku heldur einnig spjall við fræga einstaklinga sem komu sem gestir, kokteildrykkju og almennt glens en þátturinn varð mjög vinsæl. Því er búið að ákveða að gera aðra þáttaröð af þáttunum en það er sjónvarpstöðin VH1 sem framleiðir og sýnir þættina. Hérlendis má sjá þættina á VHI í gegnum áskrift af erlendum stöðvum en ekki hefur fengist staðfest hvort íslensk stöð muni sýna þættina.

Þakkargjörðarþátturinn var hress.
Þakkargjörðarþátturinn var hress. VHI.com

Snoop Dog lýsir þáttunum svo á heimasíðu VHI „Við Martha vinkona mín eigum í sérstöku samabandi og höfum gert um árabil. Í þáttunum munu við elda, drekka og skemmta okkur vel saman með frægu vinum okkar. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig við rúllum saman.“

Þau rúlluðu greinilega prýðisvel saman en fyrsti þátturinn fékk yfir 3. milljónir áhorfa í frumsýningu. Meðal gesta í fyrstu þáttaröðinni voru  Seth Rogen, Wiz Khalifa, Ashley Graham, Jason Derulo, 50 Cent, Fat Joe, Kathy Griffin, Kelis og Ashlee Simpson. Ekkert að því að fá sér í glas með þeim!

Hér er skellt í súkkulaðibitakökur en til er frægt myndband …
Hér er skellt í súkkulaðibitakökur en til er frægt myndband frá því fyrir nokkrum árum þegar Martha reyndi að kenna Snoop að baka. VH1.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert