Sveinn Waage er vinsæl bóndadagsgjöf

Sveinn hefur kennt við bjórskóla Ölgerðarinnar frá stofnun hans fyrir …
Sveinn hefur kennt við bjórskóla Ölgerðarinnar frá stofnun hans fyrir 7 árum og er því mjög fróður um bjór.

Veitingastaðurinn Sæta svínið í Hafnarstræti tók nýlega upp á því að bjóða upp á námskeið í matar- og bjórpörun við góðar undirtektir. Nú styttist í bóndadaginn en uppbókað er á næstu námskeið svo nokkuð ljóst er að þó nokkrir bændur eiga von á fljótandi pakka á föstudaginn.Matar- og bjórpörun er að verða æ vinsælli. Ýmist er verið að leita að bragði sem kemur með mótvægi í bragði eða vinnur með og lyftir uppi bragði matarins,“ segir Sveinn Waage, kennari námskeiðsins.

Margir karlmenn óska án efa eftir steik af einhverju tagi í bóndadagskvöldverð. Hvaða bjór passar best með hefðbundinni steik? „Mér finnst góður bragðmikill porter passa vel með steik en svo getur líka verið frískandi og gott að hafa dökkan lager með líka. Bæði betra.“

Matar- og bjórpörun er að verða æ vinsælli samkvæmt Sveini. „Fólk er í meira mæli að átta sig á hvað góður bjór og matur eiga vel saman. Á námskeiðinu pörum við saman fjölbreyttan bjór frá betri brugghúsum landsins við frábæran mat frá Sæta svíninu. Ýmist er verið að leita að bragði sem kemur með mótvægi gegn eða vinnur með og lyftir uppi bragði matarins. Já og stundum gerist bæði. Það gerast oft galdrar í munninum þegar matur og bjór mætast.“

Að lokum er ekki annað hægt en að spyrja hvað sé á óskalista Sveins fyrir bóndadaginn?
„Knús og dinner væri æðislegt. Held í vonina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert