Örvæntið ekki – bóndadagsgjöfin er fundin!

Tilvalið er að grípa sjálfuppáhellandi ferðakaffibollann með sér í bílinn.
Tilvalið er að grípa sjálfuppáhellandi ferðakaffibollann með sér í bílinn. Ljósmynd/HeyJoe

Elskar kallinn kaffi? Myndi hann helst vilja sína eigin ferðakaffigræju því hann er líka svo duglegur að stunda útivist. Hefur hann kvartað undan því hvað það sé erfitt að geta ekki hellt upp á ferskt kaffi þegar hann er á rjúpna- eða hreindýraveiðum? Eða úti á kanó? Eða uppi á fjöllum? Þá erum við með hina fullkomnu bóndadagsgjöf fyrir þig.

Um er að ræða sjálfuppáhellandi ferðakaffibolla sem framleiðendur fullyrða að sé sá fyrsti sinnar tegundar. Það eina sem þú þarft að gera er að setja vatn í bollann, umhverfisvænt kaffihylki og kveikja á. Græjan er með hlaðanlegu batteríi þannig að hægt er að skondrast um fjöll og firnindi og hella upp á ferskt kaffi.

Sá eini hængur er á að græjan fæst einungis erlendis en Íslendingar eru fram úr hófi úrræðagóðir og því hægt að panta græjuna og gefa bóndanum hreinlega mynd í korti ásamt kvittun, ástarkossum og loforði um rómantískan bíltúr upp í sveit til að vígja græjuna.

Nánar má fræðast um Hey Joe sjálfuppáhellandi kaffikrúsina hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert