Talandi ísskápurinn væntanlegur til landsins

Já, sæl. Þetta er ísskápurinn þinn. Mig vantar mjólk og …
Já, sæl. Þetta er ísskápurinn þinn. Mig vantar mjólk og appelsínurnar renna út eftir 2 daga. samsung.com

Mikil viðbrögð voru við frétt sem birtist í vikunni um hátækniísskápa frá Samsung sem taka virkan þátt í heimilislífinu meðal annars með því að lesa upp uppskriftir, spila tónlist, panta matvörur af vefnum, halda utan um birgðastöðuna í ísskápnum og dagskrá heimilisfólksins svo fátt eitt sé nefnt. Eitt það sniðugasta við ísskápinn er að hann fylgist með hvenær matvörur og afgangar renna út og lætur eigandann vita. Ísskápurinn tengist svo við snjallsíma heimilisfólksins með appi.

Eitt það sniðugasta við ísskápinn er að hann fylgist með …
Eitt það sniðugasta við ísskápinn er að hann fylgist með hvenær matvörur og afgangar renna út og lætur eigandann vita.

Mikill spenningur er fyrir undratækinu en Skúli Hersteinn, verslunarstjóri í Samsungsetrinu, segir ísskápinn stórkostlega væntanlegan til landsins um mitt sumar. „Við munum klárlega taka skápinn inn um leið og hann kemur á skandinavískan markað,“ segir Skúli, spenntur fyrir tryllitækinu. Hann segir skápinn væntanlegan til Svíþjóðar í maí ef allt gengur eftir en því næst til Íslands. „Íslendingar eru tækjafrík og taka vel í alla nýja tækni svo þetta mun vekja athygli. Samsung er eini framleiðandinn sem er kominn svona langt í þessari tækni svo ég viti til,“ segir Skúli sem reiknar með að verðið á skápunum verði í kringum 750 þúsund.

Skúli segir að snjall-ísskápurinn verði fáanlegur hérlendis í sumar.
Skúli segir að snjall-ísskápurinn verði fáanlegur hérlendis í sumar. Ófeigur Lýðsson

Myndband sem sýnir eiginleika ísskápsins má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert