Fyrsti avókadó-veitingastaðurinn

Morgunverður á The Avocado Show.
Morgunverður á The Avocado Show. Ljósmynd/The Avocado Show

Til stendur að opna fyrsta avókadó-veitingastaðinn í Evrópu á næstunni. Veitingastaðurinn hefur hlotið hið viðeigandi nafn The Avocado Show og verður staðsettur í De Pijp-hverfinu í Amsterdam. Hann er sagður minna um margt á sambærilega staði í Bandaríkjunum en það ætti svo sem ekki að koma á óvart þar sem sjálfsagt eru takmörk á því hversu margar útfærslur af avókadó-veitingastöðum eru mögulegar.

Hver einasti réttur á matseðlinum mun annaðhvort innihalda eða líkjast avókadó eins og gómsæti avókadó-borgarinn sem minnir um margt á útfærslu sem matur á mbl birti á dögunum.

Sjá frétt mbl.is: Matarklám í hæstu hæðum

Eins verða líka sætindi í boði eins og avókadó og súkkulaði-smoothie og annað dálæti sem gleður bæði bragðlaukana og fegurðarskynið.

Reiknað er með að staðurinn opni í febrúar en viðtökurnar virðast ætla að fara fram úr björtustu vonum og er staðurinn þegar kominn með yfir ellefu þúsund fylgjendur á Facebook og rúmlega þrettán þúsund fylgjendur á Instagram.

Myndirnar tala sínu máli og ljóst að The Avocado Show er staður sem verður að heimsækja í næstu ferð til Amsterdam.

Avocado Burger baby! 😍🍔🥑 Tag a friend who would love this (by @frei_style) #theavocadoshow #amsterdam #avocado #vegan

A photo posted by The Avocado Show 🥑 (@theavocadoshow) on Jan 18, 2017 at 10:13am PST

Someone said avocado hotdog? 🙋🏽🌭🥑 (by @fooddeco) #foodinspo #theavocadoshow #amsterdam #avocado

A photo posted by The Avocado Show 🥑 (@theavocadoshow) on Jan 17, 2017 at 9:53am PST

Avocado Breakfast Cake 😋🥑 Almost too pretty to eat 🍃 (by @fooddeco) #foodinspo #theavocadoshow #amsterdam #avocado

A photo posted by The Avocado Show 🥑 (@theavocadoshow) on Jan 15, 2017 at 1:50am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert