Vegan-steik og bernaise-sósa

Þessi grænmetisréttur ætti að heilla nánast hvern sem er!
Þessi grænmetisréttur ætti að heilla nánast hvern sem er! Ashley Melillo | Blissful Basil

Bernaise-sósa er í miklu dálæti hérlendis ef marka má vinsældir á þeim bernaise-uppskriftum sem matarvefurinn hefur birt. Sífellt vinsælla er að sneiða hjá dýraafurðum og þá sérstaklega í janúar á meðan veganúar stendur yfir. Hér kemur því dýrðleg uppskrift að vegan portobello-steik með bernaise-sósu. Uppskriftin er frá hinni hæfileikaríku Ashley Melillo, gourmet-bloggara á blissfulbasil.com

Uppskriftin er smá púsl en það getur verið svo notalegt að dúlla sér í eldhúsinu á meðan veturinn hamast á glugganum. Gott rauðvínsglas og jazz í græjunum er ekki verra.

Þykk og girnileg bernaise-sósa á portobello-svepp með blómkálsmús.
Þykk og girnileg bernaise-sósa á portobello-svepp með blómkálsmús. Ashley Melillo | Blissful Basil

Steikurnar
4 stórir portobello-sveppir, stilkarnir fjarlægðir
¼ bolli balsamic-edik
¼ tsk. sjávarsalt
¼ tsk. svartur pipar

Sósan
½ bolli vegan-smjör
1 lítill skarlotlaukur
2/3 bollar þurrt hvítvín
2/3 bollar næringarger
2 msk. hvítvínsedik
225 g silkitofú, við stofuhita
½ tsk. túrmerik-krydd
¼ bolli ferskt estragon (tarragon), saxað
Sjávarsalt eftir smekk
Pipar eftir smekk

Kremuð blómkálsmús
1 stór haus blómkál
2 miðlungs karöflur
3 msk. vegan-smjör
½ bolli vegan-parmesanostur, má sleppa
Sjávarsalt eftir smekk
Pipar eftir smekk


Sveppasteikurnar
Setjið öll innihaldsefnin í zip-lock poka og hristið. Látið sveppina marinerast í að lágmarki 30 mínútur.
Hitið grill eða grillpönnu yfir miðlungshita. Þegar grillið eða pannan hefur hitnað vel eru sveppirnir grillaðir í um 5-7 mínútur á hvorri hlið eða þar til þeir eru orðnir mjúkir og safaríkir.

Blómkálsmúsin
Setjið blómkálið og kartöflurnar í vænan pott og fyllið með vatni svo fljóti yfir.
Setjið háan hita undir pottinn og sjóðið í um 20-25 mínútur eða þar til grænmetið er orðið vel mjúkt. Þú gætir þurft að taka blómkálið fyrr upp úr pottinum.
Hellið vatninu af grænmetinu í pottinum.
Bætið smjöri og parmesan við í pottinum og maukið saman með töfrasprota.
Kryddið eftir smekk.
Fallegt er að bera sveppina fram ofan á blómkálsmúsinni.

Sósan
Hitið pönnu í miðlungshita. Setjið smjörið á pönnuna ásamt skarlotlauknum og mýkið laukinn í rólegheitum þar til hann verður glær en það tekur um 2-3 mínútur. Bætið hvítvíninu við og látið malla í 3-4 mínútur. Því næst fer næringargerið saman við. Hrærið þar til gerið hefur samlagast lauknum og smjörinu.
Setjið tofúið í blandara ásamt laukblöndunni og blandið uns kekkjalaust.
Setjið blönduna aftur á pönnuna og bætið við kryddunum.
Lækkið hitann og látið malla í 20-25 mínútur og hrærið reglulega.
Fjarlægið sósuna af eldavélinni og lofið henni að kólna örlítið svo hún þykkni áður en henni er hellt yfir sveppina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert