Út að borða fyrir 690 krónur

Kolagrilluð nautalund kostar á fullu verði 5900 krónur en tilboðið …
Kolagrilluð nautalund kostar á fullu verði 5900 krónur en tilboðið hljóðar upp á 4 rétti á 5000 krónur. apotek.is/mbl.is

Mikið hefur verið rætt um hækkun á veitingahúsum bæjarins samfara auknum straumi ferðamanna til landsins. Athygli hefur vakið á samfélagsmiðlum að veitingahúsið Sæta Svínið í Hafnarstræti hefur frá miðjum janúar boðið súpu dagsins í hádeginu alla daga ásamt brauði á 690 krónur og hugðist gera það út janúar. Súpan kostaði áður 1.390 krónur svo um yfir helmings afslátt er að ræða. „Við erum í raun bara að gefa fólki skemmtilega ástæðu til að heimsækja okkur og fá hlýju í kroppinn í þessum kalda mánuði,“ segir Bergdís Örlygsdóttir einn eigenda staðarins en sökum vinsælda hefur verið ákveðið að framlengja tilboðið út febrúar.

Súpan á Sæta Svíninu er ekkert slor og kostar litlar …
Súpan á Sæta Svíninu er ekkert slor og kostar litlar 690 krónur.

Sömu eigendur eru að Sæta Svíninu og Apotek kitchen + Bar en þar er einnig tilboð sem vakið hefur athygli meðal neytenda en á mánudögum og þriðjudögum er boðið upp á fjögurra rétta gourmet matseðil fyrir 5000 krónur. „Mánudagsremedían og Þriðjudagsveislan eins og við köllum tilboðin, hafa gengið mjög vel á Apotekinu og eru líka hugsuð sem tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt og gefa fólki færi á að koma og smakka matinn okkar. Þetta er í raun bara hluti af okkar kynningu," segir Bergdís en sá matseðill er á mjög miklum afslætti ef miðað er við hefðbundið verð á réttunum. Sem dæmi má nefna að aðalréttirnir sem boðið er upp á sem hluta af fjögurra rétta tilboðinu eru í kringum 5000 krónur á fullu verði.

Ert þú með ábendingu sem gæti átt heima í neytendaflokki Matarvefsins? Sendu okkur línu á matur@mbl.is

Bergdís er einn eigandi staðanna og markaðastjóri þeirra.
Bergdís er einn eigandi staðanna og markaðastjóri þeirra.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert