Ástæðan fyrir því að engin borðar í The Bachelor

Hélstu að ástin gerði stúlkurnar lystalausar?
Hélstu að ástin gerði stúlkurnar lystalausar? The Bachelor - skjáskot

Aðdáendur The Bachelor víða um heim hafa lengi velt fyrir sér afhverju engin borða í raunveruleikaþáttunum vinsælu. Ekki vantar girnilega matardiskana, smart veitingahús og einkakvöldverði en engin virðist nokkur tíman stinga upp í sig gaffli?

Gullfalleg einkastefnumót - það má skála en ekki borða.
Gullfalleg einkastefnumót - það má skála en ekki borða. Abc.com

Alyssa Hertzig hjá vefmiðlinum Refinery26  hefur tekið málið föstum tökum og loksins komist að svarinu. Framleiðendur þáttana sáu til þess að stúlkurnar borðuð fyrir tökur svo ekki væri verið að smjatta, skera og tyggja á meðan á tökum stæði. Því eru keppendur sem sitja við girnilegt og rómantískt kvöldverðaborð saddir! „Framleiðendurnir koma með mat inn í herbergi til þín á meðan þú ert að taka þig til svo viðkomandi fari ekki svangur út að borða,"segir Ashley Spivey fyrrum keppandi í The Bachelor. „Stefnumótamaturinn er yfirleitt mjög góður það er að segja þau skipti sem ég náði að smakka hann. Ef maður gleymir sér og fer að borða er manni yfirleitt kippt í einkaviðtal. Þegar það er búið fer svo piparsveininn í viðtal og þá getur maður stolist til að borða,“ segir Spivey í samtali við Refinery26.

En hvað er borðað í þáttunum? Eflaust ímynda sér einhverjir að það séu einkakokkar sem eldi ofan í keppendur en svo gott er það ekki. Spivey segir eldhúsið vera fullt af mat en þær hafi eldað sjálfar. „Við gátum sett það sem við vildum á innkaupalistann en elduðum sjálfar. Flestar af stelpunum sem voru með mér borðuð ekki glútein svo allt var glúteinlaus á þeirra lista. Yfirleitt voru stelpurnar að borða jógúrt, egg eða próteinbar í morgunmat og grípa sér salat eða samloku í hádeginu. Á kvöldin var svo skipst á að elda fyrir alla. Einu sinni í viku var þó pantaður matur og við rósaafhendinguna var yfirleitt aðkeyptur matur en yfirleitt eitthvað óhollt eins og djúpsteiktur kjúklingur og pitsur," segir Spivey. 

Jake og Georgia borða kannski í laumi þegar annað þeirr …
Jake og Georgia borða kannski í laumi þegar annað þeirr er sent í einkaviðtal. Abc.com

Aðrar reglur gilda þó með áfengi en samkvæmt fyrrum keppendum var alltaf nóg að því og það mátti drekka í miðjum viðtölum og nánast hvenær sem er. „Það er ekki mikið að gera þegar ekki er verið á stefnumótum og stelpunum leiddist oft svo margar þeirra voru mjög duglegar við dagdrykkju. Ein af starfsmönnum þátatrins gerði frábærar Bloody Mary kokteila sem mikið var drukkið af. Ef það var ekki til allt í þá uppskirft var bara einhverju skellt saman," segir Spivey að lokum líklega frekar sátt við að vera laus úr dagdrykkju- og djúpsteiktum, ástarbúðum.

Bara spjalla - ekki borða!
Bara spjalla - ekki borða! The Bachelor - skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert