Mjólkurlaus brómberja- og möndlu-smoothie

Ljósmynd/HappyFoodsTube

Smoothi-ar eru sívinsælir enda sniðugt morgun- eða millimál sem flestir kunna að meta. Afbrigðin eru ótalmörg og í raun er allt leyfilegt þegar kemur að samsetningu. Það er þó aldrei verra að styðjast við góða uppskrift og þessi er algjört æði. Hún er í senn einföld (eins og góðri smoothie-uppskrift ber að vera), bragðgóð og mjólkurlaus.

Innihald:

  • 110 g frosin brómber (það má vel nota önnur ber t.d. hindber eða bláber)
  • 250 ml. möndlumjólk
  • 3 msk. hnetusmjör
  • 10 möndlur

Aðferð:

  1. Setjið brómberin, möndlumjólkina og hnetusmjörið í matvinnsluvél og maukið vel.
  2. Saxið möndlurnar fínt.
  3. Hellið í glas eða krukku og stráið möndlunum yfir og skreytið með brómberjum eða hindberjum.
Ljósmynd/HappyFoodsTube

Heimild: HappyFoodsTube



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert