Nýr veitingastaður opnar á Hverfisgötu

Guðjón, eigandi Matbars á Hverfisgötu, stendur sjálfur vaktina í kvöld.
Guðjón, eigandi Matbars á Hverfisgötu, stendur sjálfur vaktina í kvöld. Árni Sæberg

Matbar er nýr veitingastaður sem opnar í kvöld að Hverfisgötu 26. Aðaleigandi staðarins er Guðjón Hauksson athafnamaður. „Staðurinn opnar snemma og lokar seint og áhersla er lögð á léttleikandi matargerð undir áhrifum frá einfaldleika ítalska eldhússins og aðferðum frá Skandinavíu,“ segir Guðjón en matseðillinn breytist yfir daginn.
Snemma dags er deli & take away allsráðandi. Matseðillinn breytist svo í tapasrétti þegar líður á daginn. Þess á milli er boðið upp á svokallað apeprativo að ítölskum sið.

Mikil stemmning er fyrir opnuninni í kvöld.
Mikil stemmning er fyrir opnuninni í kvöld. Gunnar Sverrisson

Í staðinn fyrir að vera með happy hour ætlum við frekar að bjóða upp á ítölsku aperitivo-hefðina þar sem fólk getur fengið sér drykk og einhverja smábita með úr delí-borðinu eftir vinnu.“ 

Með sér til liðs fékk Guðjón HAF stúdíó í hönnun staðarins, „markmiðið var að skapa tímalausa og fágaða hönnun sem myndi vaxa og dafna í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Guðjón en áhersla var á íslenskt handbragð og efni.

Í matseðlagerðina og konseptvinnu fékk Guðjón með sér matreiðslumeistarann Gísla Matt sem hefur áður rekið veitingastaðina Mat og drykk og einnig Slippinn í Vestmannaeyjum með fjölskyldu sinni við góðan orðstír. „Egill Pietro og Guðlaugur Ingibjörnsson munu taka við keflinu og verða vaktstjórar Matbars,“ segir Guðjón, spenntur fyrir kvöldinu.

Staðurinn er hannaður af HAF stúdíó.
Staðurinn er hannaður af HAF stúdíó. Gunnar Sverrisson
Ljós viður er ráðandi inni á staðnum og gefur honum …
Ljós viður er ráðandi inni á staðnum og gefur honum hlýtt yfirbragð. Gunnar Sverrisson
Mikið er lagt upp úr íslensku handbragði og gæðaefnum við …
Mikið er lagt upp úr íslensku handbragði og gæðaefnum við hönnun staðarins. Gunnar Sverrisson
Heimagert pasta er meðal rétta á matseðli Matbar.
Heimagert pasta er meðal rétta á matseðli Matbar. Gunnar Sverrisson
Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert