Sykurlaus morgunverður og áskorun

Hafrarnir gefa morgunverðirnum trefja og staðgóða næringu.
Hafrarnir gefa morgunverðirnum trefja og staðgóða næringu. Tinna Björt

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi elskar að prufa sig áfram í eldhúsinu en hún lauk nýverið við námskeið í hráfæði og er uppfull af ferskum og hollum hugmyndum. Júlía stendur fyrir 14 daga sykurlausri áskorun sem hefst 30. janúar en hún breytti mataræði sínu fyrir 6 árum vegna ýmissa heilsufarsvandamála en hún segir lífsgæði sín vera allt önnur í dag.  „Að taka út sykurinn lék stórt hlutverk í breytingu á líðan minni og ég fann sterka tengingu á milli orku, svefns og húðar til hins betra. Uppskriftirnar í áskoruninni eru allar sykurlausar og vegan, og ekki er verra að þær slá á sykurpúkann! Hugmyndin er að sleppa hvítum unnum sykri og að þátttakendur taki áskoruninni á sínum forsendum.

Skráning er hafin og öllum frítt að vera með þessa 14 daga en þá gefur Júlía uppskriftir, innkaupalista og hollráð þegar hefja á sykurminni eða sykurlausan lífstíll. Smelltu hér til að skrá þig.

Lúxus morgungrautur með chai-kókosrjóma

1 bolli hafrar
1/4 bolli þurrkuð mórber
1 3/4 bolli vatn
1 bolli vökvi (vatn/möndlu- eða haframjólk)
1/2 tsk. vanilluduft
1/2 tsk. salt

Chai-kókosrjómi:

1 dós (eða 1 1/2 bolli) kókosmjólk eða ósætuð hnetumjólk
1/4 tsk. kanill
1/4 tsk. malaðar kardimommur
1/4 tsk. engiferduft
1/2 tsk. rósapipar
1/2 tsk. vanilluduft eða dropar
4-6 dropar stevia
salt

1/2 bolli hindber (ef þið notið frosið, leyfið að þiðna)

Setjið öll hráefni í chai-rjómann og vinnið í blandara þar til silkimjúkt. Geymið til hliðar í kæli.

Setjið hafra, vökva og mórber í pott. Leyfið suðu að koma upp, lokið pottinum og lækkið undir hellunni. Leyfið að malla í 5-10 mín. Hrærið þá saman við vanillu og salti.

Maukið hindber í sultu og setjið yfir grautinn ásamt rjóma eða rjóma að vali. Hrærið örlítið saman við og berið fram með mórberjum og ferskum bláberjum. Njótið fyrir lúxusmorgunverð.

Hollráð:
Setjið hafra og vökva í pott nóttina áður, þá er grauturinn fljótari að eldast.

Hér gefur á að líta hluta af þeim réttum sem …
Hér gefur á að líta hluta af þeim réttum sem verða á matseðli áskorunarinnar. Tinna Björt
Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi.
Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert