Magnaðar morgunvöfflur Katrínar

Katrín er menntaður ljósmyndari og tekur gullfallegar myndir. Hún hefur …
Katrín er menntaður ljósmyndari og tekur gullfallegar myndir. Hún hefur starfað fyrir mörg þekktustu tímarit í heimi. Katrín Björk Sævarsdóttir

Katrín Björk Sævarsdóttir heldur úti hinni gullfallegu og girnilegu síðu Modern Wifestyle. Katrín er þekkt víða um heim fyrir stórkostlegar matarmyndir, uppskriftir og stíliseringu en hún starfar meðal annars fyrir hin heimsfrægu og afar húslegu Mörthu Stewart. 

Þessar vöfflur eru nýjasta eldhúsafrek Katrínar en þær eru fullkominn morgunverður þegar gera á vel við fjölskylduna – nú eða bara sjálfan sig!

Uppskriftin gerir um það bil 8 vöfflur. Katrín mælir með að borða þær með avókadó, einföldu salati og eggi en auðvitað er hægt að setja hvað sem er á þessar elskur en deigið sjálft inniheldur bæði ost og beikon svo þær eru bragðmiklar og saðsamar.

Djús uppskriftir frá Katrínu sem henta vel með vöfflunum.

Ferskur safi úr eplum, ananas og agúrku.
Ferskur safi úr eplum, ananas og agúrku. Katrín Björk

2 bollar hveiti
2 tsk. matarsódi
1 tsk. oregano
½ tsk. salt
½ tsk. pipar
3 egg
4 dl AB-mjólk
2 msk. kókosolía, fljótandi
2,5 dl rifinn ostur
200 g beikon, steikt og saxað
3 skarlottlaukar, smátt saxaðir  

Aðferð
Steikið beikonið á pönnu eða í ofni þar til það verður stökkt.
Blandið vandlega saman hveiti, matarsóda, oregano, salti og pipar.
Hrærið í annarri skál saman eggjum, AB-mjólkinni og bræddri kókosolíu.
Blandið þurrefnunum út í blautefnin og blandið vel saman. Bætið söxuðu beikoni, skarlottlauk og osti út í.
Hitið á vöfflujárni og bakið hverja vöfflu þar til hún fer að gyllast.

Katrín að störfum í einu af myndböndum sínum á síðu …
Katrín að störfum í einu af myndböndum sínum á síðu Mörthu Stewart.
Stórkostlega girnilegar og saðsamar morgunvöfflur.
Stórkostlega girnilegar og saðsamar morgunvöfflur. Katrín Björk Sævarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert