Vegan eplabaka með saltkaramellusósu

Glóðvolg og girnileg eplaterta er dálæti margra.
Glóðvolg og girnileg eplaterta er dálæti margra. Íris Ann Sigurðardóttir

Helgarbomban er vegan-útgáfa af dásamlegri eplaböku. Uppskriftin er frá Arndísi Ingu Einarsdóttur sem starfar á The Coocoo‘s Nest þar sem þessi dásemd er gjarnan á boðstólum.

Matarvefurinn hefur sannreynt þessa uppskrift og hún er afskaplega góð. Sérstaklega með þeyttum kókosrjóma en kókosrjóma má einnig setja í rjómasprautu en þá þarf gjarnan tvö gashylki til að ná honum vel þeyttum.

Bökuskel:
½ bolli möndlur
½ bolli pekanhnetur
1 bolli hveiti
4 msk vegan-smjör, kalt
3 msk hlynsíróp
¼ tsk salt

Malið hneturnar í matvinnsluvél.
Bætið svo í hveiti, smjöri, sírópi og salti og blandið vel saman.
Þjappið deiginu í bökunarform og upp á kanta.
Bakið við 175 gráður í 8-10 mínútur.

Fylling:
3 sæt epli
3 msk kókossykur
2 msk sítrónusafi
1 msk hveiti eða möndluhveiti
1 tsk kanil 

Afhýðið eplin, kjarnhreinsið og skerið þau þunnt.
Blandið því næst öllum innihaldsefnunum saman í skál, hrærið vel og setjið í bakaða bökuskelina (eftir að hún hefur aðeins kólnað).

Hnetutoppur:
1 bolli hafrar
¼ bolli kókossykur
¼ bolli hveiti
6 msk vegan-smjör
½ tsk kanill
½ tsk negull
¼ tsk all spice

Öll innhaldsefnin fara saman í matvinnsluvél uns myndast deig.
Dreifið yfir fyllinguna.
Bakið í ofni í 25 mín á 175 gráðum.

Saltkaramellusósa:
1 bolli kókossykur
¼ jurtarjómi
3 msk vegan-smjör
¼ tsk salt

Öll innihaldsefnin fara saman í pott. Soðið niður í um það bil 10 mín uns þykk sósa myndast.
Bakan er borin fram með sósunni og þeyttum kókosrjóma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert