Fólk sem borðar chili lifir lengur

Könnun sem gerð var í læknadeild University of Vermont sýnir með óyggjandi hætti að það er bráðhollt að borða sterkan mat og nánst nauðsynlegt – ef þú vilt lifa lengur.

Rannsóknin var gerð á rúmlega 16 þúsund manns og þurftu þátttakendur að skrá hjá sér hversu mikið af chili þeir borðuðu á mánuði.

Rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem borðuðu mikið af sterkum mat voru 13% líklegri til þess að lifa þó ekki kæmi fram af hvaða orsökum. Þó hafa rannsóknir leitt í ljós tengsl milli neyslu á capsaicin (sem er „eld”-efnið í piparnum) og lágrar tíðni hjarta- og æðasjúkdóma.

Að vísu eru niðurstöðurnar fremur ónákvæmar þar sem erfitt er að tengja saman lífslíkur og chili-át en engu að síður er þetta vatn á myllu chili-æta sem geta fagnað þessum fregnum.

Nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar hér.

Íslenski chili-piparinn er nokkuð stærri en hefbundinn chili-pipar og er …
Íslenski chili-piparinn er nokkuð stærri en hefbundinn chili-pipar og er mun mildari. Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert