Nýtt undratæki fyrir beikon-unnendur

Ást okkar á beikoni hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum en leiðin að hinni fullkomnu sneið getur verið grýtt ef þú kannt ekki að elda beikon almennilega.

En nú geta beikon-klaufar formlega tekið gleði sína á ný því beikon-ristin er mætt til að bjarga tilverunni.

Um er að ræða sex-sneiða græju sem grillar beikonið í hvelli. Ekkert vesen og enginn subbuskapur. Bara hengja upp sneiðarnar eftir kúnstarinnar reglum, loka hólfinu og bíða.

Græjan kemur með tveimur stillingum – fyrir þunnar sneiðar og þykkar og framleiðendur fullyrða að þetta sé miklu hollara beikon því öll fitan rennur af. Það eru góðar fréttir fyrir þá sem elska beikonpopp því þeir geta þá nýtt fituna.

Sjá frétt mbl.is: Beikonpopp er leyfilegt á bóndadaginn.

Græjuna þarf að panta að utan en vefsíðuna er hægt að nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert