Sykur, stevía, hunang, döðlur eða banani

Hunangi er gjarnan skipt út fyrir sykur því það inniheldur …
Hunangi er gjarnan skipt út fyrir sykur því það inniheldur ýmis heilsubætandi áhrif. mbl.is/AFP

Heilsubæklingur Nettó kom út fyrir skemmstu í tilefni tilboðsdaga í versluninni sem nú standa yfir. Í bæklingnum er að finna ýmiss konar fróðleik en þessi grein um hvernig megi skipta út hinum ýmsu vörur fyrir aðra getur reynst ansi upplýsandi og því fengum við leyfi til að birta hana hér.

Margir vilja minnka eða sleppa smjöri, sykri, hveiti eða eggjum í bakstri. Sumir eru ofnæmispésar eða óþolsmelir. Sumir eru grænkerar og kjósa vegan lífsstíl. Sumir vilja minnka hvíta stöffið í mataræði sínu. Sumir eru að hugsa um mittismálið. Aðrir að hugsa um heilsuna. Enn aðrir um almenna vellíðan. Hver sem ástæðan er fyrir að vilja skipta út hefðbundnum hráefnum í bakstri þá er hér gagnabanki af alls kyns hollari staðgenglum.

SYKUR

1 BOLLI SYKUR = ¾ BOLLI SWEET LIKE SUGAR

1 BOLLI SYKUR = 1 BOLLI NOW ERYTHRITOL EÐA XYLITOL
Erythritol er sætuefni úr náttúrunni. Finnst í sveppum, maís og sojasósu. Líkast sykri í áferð og sætu og hægt að nota í sama magni og sykurinn í upphaflegu uppskriftinni. Hefur ekki áhrif á blóðsykur. 95% færri hitaeiningar en í sykri.

1 BOLLI SYKUR = 1 BOLLI ÓSÆT EPLAMÚS
Minnkaðu vökvann í upphaflegu uppskriftinni um 25%

1 BOLLI SYKUR = 6 MAUKAÐAR DÖÐLUR
Láta liggja í bleyti í 45 mínútur fyrst.

1 BOLLI SYKUR = ½ BOLLI HUNANG EÐA 3/4BOLLI HLYNSÍRÓP

AFP

SMJÖR

100 G SMJÖR = 100 G STAPPAÐ AVÓKADÓ
Virkar best í sama magni og smjörið í upphaflegu uppskriftinni því áferðin er svipuð. Betra í dökkan bakstur því deigið verður aðeins grænt.

100 G SMJÖR = 75 G BANANI EÐA 50 G EPLAMÚS
Bananar og ósætuð eplamús bæta við bæði vætu og sætu í baksturinn. Prófaðu þig áfram með að minnka sykurinn á móti.

100 G SMJÖR = 100 G GRÍSK JÓGÚRT
Eykur við prótínmagnið án þess að hafa áhrif á bragðið.

SMJÖR = T.D. TAHINI, HNETUSMJÖR, MÖNDLU- OG KASJÚHNETUMAUK
Tilvalið sem álegg ofan á brauð í stað smjörs.

Getty Images/iStockphoto

EGG

1 EGG = 1 MSK. MULIN NOW-HÖRFRÆ + 3 MSK. VATN Látið standa í 5 mínútur.

1 EGG = 2 EGGJAHVÍTUR

1 EGG = 1 MSK. CHIA FRÆ + 125 ML VATN.
Látið standa í 15 mínútur.

1 EGG = 50 G MAUKAÐ SILKITÓFÚ

MJÓLK & RJÓMI

Jurtamjólk er hægt að nota í grautinn, þeytinginn, mjólkina og út á morgunkornið.

Ýmis ósæt möndlumjólk hefur svipaða áferð og rjómi. Virkar mjög vel í alls kyns sósuuppskriftir í sama magni og rjómi. Einnig er fáanlegur gómsætur kókos- og rísrjómi sem hægt er að nota í ýmsa matargerð. Frá Soyatoo er hægt að fá þeytanlegan mjólkurlausan rjóma. Æðislegur á vöfflurnar eða með kökunni. Einnig hægt að fá rís- og sojarjóma í sprautu.

HVEITI

1 BOLLI HVEITI = 1 BOLLI HEILHVEITI EÐA SPELT

1 BOLLI HVEITI = ½ - ¾ BOLLI KÓKOSHNETU-HVEITI + 1 EGG
Báðar þessar hveititegundir draga í sig mikinn vökva. Hnetuhveiti þykkir og því þarf stundum að auka við vökva.

1 BOLLI HVEITI = 1 BOLLI BÓKHVEITIMJÖL
Þessar hveititegundir eru líkari venjulegu hveiti í áferð og hægt að nota í sama magni.

1 BOLLI HVEITI = 1 BOLLI MAUKAÐAR BAUNIR (vökvanum hellt af). Bæta við trefjum og gera baksturinn mýkri án þess að breyta bragðgæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert