Braustu glas?

Það er hvimleitt að þrífa upp brotið gler. Sérstaklega ef …
Það er hvimleitt að þrífa upp brotið gler. Sérstaklega ef þunnt vínglas brotnar en brotin fljúga þá gjarnan út um allt. AFP

Það er hvimleitt að brjóta glas. Eins og það sé ekki nægilega hvimleitt að brjóta glas og glata þannig hluta af eigum sínum heldur er ansi erfitt að hreinsa öll glerbrotin upp. Oft á tíðum smjúga lítil glerbrot inn í fúu á milli flísa eða í kverkar á innréttingum. Foreldrar þekkja það að vera á nálum næstu daga af ótta við að brot leynist enn á gólfinu og geti skaðað litlar tásur.

Ef ryksugan er ekki við höndina eða nær ekki öllum glerbrotunum upp er það hið fínasta húsráð að nota brauðsneið til að ná upp glerbrotunum en brauðið virkar eins og svampur sem fetir brotin í sér og nær þeim merkilega vel upp.

Brauð er besti vinur klaufans
Brauð er besti vinur klaufans brightside.me
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert