Magnaður morgunverður á mínútum

Fagurgræn og full af orku. Granólað gefur svo grautnum stökkan …
Fagurgræn og full af orku. Granólað gefur svo grautnum stökkan topp. Tobba Marinós/mbl.is

Góður morgunverður skiptir meira máli en margir gera sér grein fyrir. Hann setur tóninn fyrir daginn, hjálpar manni að drattast fram úr og fyllir kroppinn af orku og  vítamínum. Þessi uppskrift er í miklu uppáhaldi hjá mér. Stundum geri ég hana þykka svo úr verður grautur sem ég gríp með mér í krukku eða borða heima. Ef ég vil frekar hafa hana í drykkjarformi bæti ég við einum bolla af vatni og set gleðina á flösku og tek með mér í vinnuna sem næringarríkt millimál. Það má vel bæta við skeið af prótíndufti eða lúku af höfrum fyrir þá sem kjósa.

Þessi uppskrift er fyrir tvo í morgunverð eða sem morgunverður og millimál fyrir einn.

1 væn lúka ferskt spínat  
1 bolli frosið mangó
1/2 bolli frosinn ananas
1 vænn frosinn banani eða avókadó, þá tvö lítil (má vera ófrosið en verður þá minni grautur)
1/2 bolli kókosmjólk (gott að nota kóksrjóma – þykkari hlutann til hátíðarbrigða en þá verður grauturinn æði kremaður og góður)
1 cm ferskt engifer 
1/2 tsk. spírúlína – má sleppa 
1 sætt lítið lífrænt epli 
1 bolli vatn (ef þú vilt drykk frekar en graut)

Toppið með sykurlausu granóla, berjum og kókosrjóma. Ég bý til mitt eigið granóla eða kaupi t.d. Paulúns sykurlaust granóla (er á tilboði í Nettó.)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert