Sturtubjór gerir allt vitlaust – virkar sem hárnæring

Svíarnir mega eiga það að þeir eru bæði hugmyndaríkir og …
Svíarnir mega eiga það að þeir eru bæði hugmyndaríkir og smart. ljósmynd/Snark

Flestir þekkja þá tilfinningu að fara í heita sturtu eftir langan vinnudag eða æfingu og þrá það eitt að fá sér ískaldan bjór. Sænski bjórframleiðandinn PangPang þekkti það vel og ákvað að gera eitthvað í því. Í samstarfi við hönnunarstofuna Snark hönnuðu þau „Sturtu-Bjórinn“ sem slegið hefur í gegn frá því að hann kom á markað í Svíþjóð.

Bjórinn er sérhannaður til að drekka í sturtunni (eins og nafnið gefur til kynna) en í bruggunarferlinu er hann látinn bíða ögn lengur í gerjuninni sem gefur honum örlítinn sápukeim – sem þýðir að hægt er að nota hann sem hárnæringu. Við seljum þetta ekki dýrar en við keyptum en þetta er haft eftir forstjóra PangPang-brugghússins og hann ætti nú að vita sínu viti.

Það er greinilega hugsað fyrir öllu á þessum bæ og vonandi verður hægt að fá sturtubjórinn í verslunum hér á landi. Ekki er verra hversu smart bjórinn og allt auglýsingaefnið er.

Sturtubjórinn fer vel í hendi.
Sturtubjórinn fer vel í hendi. ljósmynd/Snark
Hönnun umbúða er öll til háborinnar fyrirmyndar.
Hönnun umbúða er öll til háborinnar fyrirmyndar. ljósmynd/Snark
Hvern langar ekki í einn ískaldan?
Hvern langar ekki í einn ískaldan? ljósmynd/Snark
Auglýsingaefnið hefur hlotið mikið lof enda með eindæmum lekkert.
Auglýsingaefnið hefur hlotið mikið lof enda með eindæmum lekkert. ljósmynd/Snark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert