Loksins öruggt að poppa í örbylgjuofni

Poppskálin glæsilega frá Lékué.
Poppskálin glæsilega frá Lékué. mbl.is/Lékué

Poppáhugafólk um heim allan hefur í fjölda ára mátt búa við þá vitneskju að örbylgjupopp er afskaplega óhollt vegna allra aukaefnanna sem eru í pokunum sem poppið er í.

Fyrir vikið voru gömlu góðu pottarnir dregnir fram og poppað eftir kúnstarinnar reglum upp úr olíu, kókosolíu eða smjöri. Munið samt að ef þið ætlið að poppa upp úr smjöri þarf að hafa olíu með þar sem smjörið brennur eitt og sér. Alvöru poppfólk bræðir hins vegar smjör sem það hellir yfir og saltar svo.

Poppvélar eru líka algjör undratæki en það sem gerir þær svo sniðugar er að enga olíu þarf til að poppa í þeim.

Örbylgjuofninn er sem sagt ekki lengur inni í orðaforða poppáhugafólks... fyrr en nú.

Poppskálin er úr platínusílikoni en það er einstaklega hitaþolið og alveg laust við eiturefni. Í skálina setur þú einfaldlega baunir eftir þörfum og olíu ef þú vilt. Síðan fer lokið á og skálin inn í örbylgjuofn í 3-5 mínútur en tíminn fer eftir gerð baunanna og örbylgjuofninum. Flóknara er það ekki og nú er orðið til popp. Auðvelt er að þrífa skálina – hún má fara í uppþvottavél auk þess sem lítið festist við sílikonið. Einn af kostunum við poppskálina er að það er hægt að poppa þurrt popp án olíu því það er gufan sem sér um að poppa baunirnar. Þetta kemur sér vel fyrir þá sem þola ekki mikla feiti eða vilja sleppa henni af öðrum ástæðum. 

Þessa snilld er hægt að nálgast hér á landi og kostar hún 4.290 krónur.

Skálin fellur saman og tekur þar af leiðandi ekkert pláss.
Skálin fellur saman og tekur þar af leiðandi ekkert pláss. mbl.is/Lékué
Skálin er auðveld í meðförum og afskaplega sniðug.
Skálin er auðveld í meðförum og afskaplega sniðug. mbl.is/Lékué
Eins og sjá má er ekkert mál að poppa með …
Eins og sjá má er ekkert mál að poppa með poppskálinni. mbl.is/Lékué
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert