Svona færðu börnin til að borða hollar sósur

Hver vill ekki fá tómatsósuna sína beint úr munni Dracula …
Hver vill ekki fá tómatsósuna sína beint úr munni Dracula greifa.

Við elskum sniðug eldhúsáhöld og þessi finnast okkur fremur snjöll. Um er að ræða tappa sem skrúfaðir eru á sósur. Í auglýsingunni og á myndum er tappinn festur á tómatsósu eða sinnep og kreistingurinn verður helmingi skemmtilegri fyrir vikið.

Það væri samt hægt að taka þetta skrefinu lengra og nota þetta einungis á „hollar" sósur. Margir foreldrar kannast við að börnin harðneiti að borða hollari tómatsósu og vilja einungis fá alvöru glansandi og sykurbætta tómatsósu á sinn disk. Því væri ekki úr vegi að gera hollu sósurnar girnilegri með því að bera þær fram með þessum hætti eða setja tappana á heimagerðar sósur svo sem jógúrtsósu. Þess má geta að nú fæst hérlendis sykurlaus tómatsósa sem heitir Tiger, hún er með eplamauki og ætluð börnum. Einnig er til tómatsósa sætt með stevíu sem heitir Felix.

Hægt er að kaupa þessa skemmtilegu tappa hér en þeir kosta um 470 krónur íslenskar.

Skemmtilega óhugnanlegt og gleður börnin.
Skemmtilega óhugnanlegt og gleður börnin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert