Bakaður hafragrautur með banönum og jarðarberjum

Próteinríkir hafrar eru staðgóður morgunverður.
Próteinríkir hafrar eru staðgóður morgunverður.

Þessi uppskrift er kannski ekki neitt sérstaklega holl en girnileg er hún. Það mætti vel bjóða upp á þennan ofnbakaða hafragraut sem morgunmat um helgar þegar gera á vel við sig eða hreinlega sleppa sykrinum og setja þurrkaða ávexti sem sætu og borða réttinn sem hollan morgunverð, sem millimál eða hádegisverð.

Fyrir 8

2 bollar haframjöl
1/3 bolli púðursykur
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. kanill
½ tsk. salt
½ bolli suðusúkkulaðispænir (má sleppa)
1 bolli jarðarber, skorin í þunnar sneiðar
1 vel þroskaður banani, skorinn í þunnar sneiðar
2 bollar mjólk
1 stórt egg
1 msk. smjör
1 tsk. vanilludropar
Hitið ofninn í 190 °C og smyrjið eldfast mót vel.

Blandið saman í stóra skál höfrum, púðursykri, lyftiduft, kanil, salti og helmingnum af súkkulaðispæninum ásamt helmingnum af jarðarberjunum.

Hrærið vel saman og hellið blöndunni út í eldfasta mótið. Stráið afganginum af súkkulaðispæninum yfir og raðið því sem eftir er af jarðarberjunum yfir. Skerið niður þunnar bananasneiðar og setjið ofan á.

Blandið saman í aðra skál eggjum, mjólk, smjöri og vanilludropum. Hrærið vel saman og hellið jafnt yfir haframjölsblönduna og passið að það blotni alls staðar í gegn. Bakið í um 30 mínútur, takið þá mótið út og stráið msk. af púðursykri yfir, setjið aftur inn í ofn og bakið áfram í 5-10 mínútur eða þar til rétturinn er fallega gylltur.

Gott er að bera þetta fram með grískri jógúrt eða þeyttum alvöru rjóma ef fólk vill gera sérlega vel við sig.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert