Gunnar setti grúppuna Skreytum hús á hliðina

Gunnar er myndarlegur og skemmtilegur þó hann sé ekki mikið …
Gunnar er myndarlegur og skemmtilegur þó hann sé ekki mikið fyrir að þvo. Hann verður ef til vill ekki einhleypur mikið lengur enda hrannast inn skilaboð, poke og like eftir að hann birti nýstrálegt húsráð sitt í gærkvöldi. Úr einkasafni

Gunnar Örn Heiðdal flugvirki setti grúppuna Skreytum hús á Facebook nánast á hliðina í gær með sérlega hressandi húsráði en hann þurrkar fötin sín í örbylgjuofni. „Þetta virkar algjörlega. Ég prufaði í gærkvöldi með skyrtu og svo með bol. Maður þarf bara að skella þessum stærri flíkum á rúmlega 3 mínútur,“ segir Gunnar og er ekkert að grínast.

Matarvefurinn setur öryggið á oddinn og gat ekki annað en spurt hvort hann væri ekki hræddur við að kveikja í? „Ég er búinn að vera að fylgjast vel með þessu þegar ég er að þessu. Það voru nokkrar konur þarna í grúppunni sem voru að vara mig við að það gæti kviknað í. En það lítur út fyrir að svo lengi sem maður er ekki að setja einhverja málma þá er þetta í góðu lagi. Aðaláhyggjuefni mitt var að flíkurnar myndu skreppa saman en þetta passar allt ennþá.“

Hvað sagði móðir þín við þessum gjörningi?
„Mömmu fannst þetta bara fyndið og sagði að þetta væri góð redding.“

Gunnar er einhleypur en mörg hundruð konur hafa lækað færsluna hans og fleiri tugir skrifað við hana athugasemd.  Fékkstu kannski einhver einkaskilaboð í kjölfarið?
„Já, ég er búinn að fá einhver skilaboð, poke og vinabeiðnir. Ég á eftir að skoða þetta betur. Það eru greinilega nokkrar þarna æstar í að fá einkakennslu um þurrkun á mettíma.“

Skjáskot Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert