Gæruþvottur – leiðbeiningar

Jóhanna Björg Árnadóttir fjögurra barna móðir deildi þessu hagnýta ráði á Facebook í gær en margir kannast eflaust við að hafa eyðilagt gærur í þvotti. Sjálf hef ég sett gæru beint í þvott án þess að kynna mér málið og hún komið grjóthörð úr vélinni svo engan veginn var hægt að eiga við hana. Hér að neðan má sjá leiðbeiningar og myndband frá Jóhönnu en Jóhanna segir það ekki óalgengt að eitthvað hellist niður í gærurnar enda mikið fjör á heimilinu. Hún hefur því fullkomnað hreinsunartæknina á heimilisgærunum.

Myndbandið hér að ofan sýnir dúnmjúka lokaniðurstöðuna.

Gæruþvottur

Set í þvottavél ásamt 4 handklæðum.
Set 1/2 dl af hárnæringu inn í tromluna.
Set svo á 36 mínútna kaldan skol-þvott.

Handklæðin sinna einungis því hlutverki að þvottavélin geti þeyti-undið. Ég nota 1600 snúninga takk fyrir pent.

Svo fer gæran í full-power þurrkara á fullum hita.
Þurrka greyið við fullt þurrkprógram en þurrkarinn skynjar ekki rakann í skinninu sjálfu svo ég þarf að setja á handvirkan 2 klst. þurrk í viðbót.

En vitið menn og konur, þetta er í alla vegana 7. skiptið sem ég þvæ gæruna svona.

Gærur eru vinsælar hérlendis.
Gærur eru vinsælar hérlendis. KÖE
Skjáskot facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert