Geggjuð ávaxta- og grænmetisráð Kristínar

Kristín hefur gert grænmeti að ævistarfi sínu og veit allt …
Kristín hefur gert grænmeti að ævistarfi sínu og veit allt um góðmetið.

Kristín Lind Sveinsdóttir veit nánast allt um grænmeti og ávexti en Kristín er markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Hún er hafsjór af fróðleik um geymslu á góðmeti en hér koma nokkur af hennar hagnýtu húsráðum. 

Steinselja hentar vel til frystingar. Þá er hún hlutuð í …
Steinselja hentar vel til frystingar. Þá er hún hlutuð í sundur, skoluð með köldu vatni og látið renna vel af henni áður en hún er fryst. Best er að hafa hana í litlum öskjum því hún er stökk þegar hún er frosin og molnar því auðveldlega. islenskt.is
  1. Hresstu kálið við! Ef varan er farin að linast þá er gott ráð að setja hana í kalt vatn í skál og láta standa smástund þar til þú finnur að varan er farin að styrkjast aftur og verða stinn. Ekki er verra að hafa klaka með í vatninu til að hafa það vel kalt. Á við um allt pottasalat, kínakál, hvítkál, rauðkál, iceberg, romain, blómkál, spergilkál. Ástæðan fyrir því að grænmetið linast er sú að það tapar vökva út frá sér.

  2. Ekki geyma tómatana inni í ísskáp heldur á eldhúsborðinu. Þeir tapa bragði og áferð í ísskáp.

  3. Gúrkan má líka vera á eldhúsborðinu þó að margir geymi hana í ísskáp, sama á við um paprikuna.

  4. Taka bananana í sundur (ekki geyma þá sem heilan klasa) þá geymast þeir lengur og þroskast örlítið hægar.

  5. Andremma. Það virkar vel að tyggja ferska steinselju til að losna við hvítlauksandremmu.

  6. Óþroskaðir ávextir. Ef mangóið, peran, bananinn eða avókadóið er lítið þroskað og þú þarft að flýta fyrir þroskanum er gott að láta þetta standa nálægt eplum og/eða tómötum. 

  7. Ekki geyma fullþroskað grænmeti með eplum, tómötum eða perum. Allar tegundir ávaxta mynda mismikið magn af lofttegund sem kallast etýlen. Etýlen flýtir fyrir þroska uppskerunnar og er jafnvel stundum notað til að flýta þroska t.d. banana. Það styttir geymslutíma grænmetis að geyma það með tegundum sem gefa frá sér mikið etýlen, þar má nefna epli og perur. Því skal gæta þess að geyma þessar tegundir ekki saman.
Besti geymsluhiti fyrir rauðkál er 0-5° C. Ef vel er …
Besti geymsluhiti fyrir rauðkál er 0-5° C. Ef vel er passað upp á geymsluhitann getur rauðkál geymst í margar vikur. Athugið að ysta lagið er næringarríkast. islenskt.is
Tómatar eru ákaflega viðkvæmir fyrir kæliskemmdum og þá má ekki …
Tómatar eru ákaflega viðkvæmir fyrir kæliskemmdum og þá má ekki geyma í kæli. Besti geymsluhiti tómata er 10-12°C. Tómatar sem verða fyrir kæliskemmdum verða fljótt linir og bragðlitlir, því er ekki gott að geyma þá í ísskápnum. islenskt.is
Góðar og heilbrigðar gúrkur geymast í rúma viku án þess …
Góðar og heilbrigðar gúrkur geymast í rúma viku án þess að dragi úr gæðum ef aðstæður í geymslunni eru réttar, en fljótt getur dregið úr geymsluþoli ef svo er ekki. islenskt.is
Kristín Lind Sveinsdóttir veit nánast allt um grænmeti og ávexti …
Kristín Lind Sveinsdóttir veit nánast allt um grænmeti og ávexti en Kristín er markaðsstjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert