Bestu dagarnir til að versla

Mikið magn er flutt inn af ýmsu hráefni.
Mikið magn er flutt inn af ýmsu hráefni. mbl.is

Það getur margborgað sig að spyrja í þeirri verslun sem þú verslar mest í hvaða daga sé fyllt á og tryggja þannig að þú sért ekki að versla nokkrum klukkustundum áður en nýtt og ferskt hráefni berst. 

Einnig er gott að hafa í huga að misjafnt er hvenær matvöruverslanir fá grænmetissendingu og fylla á. Bónus og Nettó fá sendingu með skipi einu sinni í viku en það eru helst þurrvörur. Skipið kemur á mánudegi en fyllt er á í verslunum á þriðjudögum.

Bónus fær sendingu með flugi þrisvar í viku. Þannig er til dæmis fyllt á ber, innflutt grænmeti og annað sem kemur með flugi á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum. 

Nettó fær innflutt grænmeti og ávexti með flugi á mánudögum og fimmtudögum.

Mun oftar er fyllt á innlent hráefni en þess ber einnig að gæta að oft er hægt að spyrja hvort visst hráefni sé til þó að það sé ekki komið fram í verslun. 

Einnig er gott að skoða íslenska grænmetisdagatalið til að átta sig á hvort viðkomandi hráefni er til hérlendis eða hvort treysta þarf á innflutning. Sem dæmi eru íslensku paprikurnar að detta út en þeirra tímabil er að klárast hér á landi.

Það er gott að versla síðdegis á þriðjudögum og miðvikudögum …
Það er gott að versla síðdegis á þriðjudögum og miðvikudögum til að fá sem mest af nýju og fersku grænmeti, ávöxtum og berjum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert