Lekkerari pastel-páskaegg frá Nóa

Eggin eru mun smartari nú en áður og passa betur …
Eggin eru mun smartari nú en áður og passa betur til heimilisskreytinga. Þau koma í ljósfjólubláu og bláu.

Nói Sírus er dottinn í pastelpartýið sem ríkir víða í smartheimum. Hvort sem það eru blómapottar, hrærivélar eða fatnaður virðast pastellitirnir eiga upp á pallborði víða. Það er jafnvel að finna sérlegar síður tileinkaðar pastellituðum mat og smartheitum.

Nói Síríus sendir frá sér í dag endurhannað útlit á hinum klassísku smáeggjum með það í huga að eggin séu nú lekkerari og þau megi nota sem páskaskraut hvort sem er í skálar, á uppdekkað borð eða til að hengja á greinar.

Útlit eggjanna var hannað af Dagnýju Skarphéðinsdóttur og Hróbjarti Sigurðssyni hjá Árnasonum auglýsingastofu. „Lagt var upp með það markmið að búa til vörulínu sem út frá fagurfræðilegu sjónarmiði myndi sóma sér vel bæði á borði og sem gjöf. Ákveðið var að halda nokkuð sterkri tengingu við rjómasúkkulaði-línu Nóa Síríus og leyfa sérkennum hennar að halda sér en um leið að gefa eggjunum sitt eigið sérstaka yfirbragð. Þannig eru litirnir valdir með það í huga að þeir séu páskalegir og fallegir til skrauts með tilliti til árstíðarinnar,“ segir Dagný

Hér að neðan er að sjá myndir af pastellituðum gjörningum bæði í mat og stíliseringu.
Ó hve fagurt!

Nýja útlitið er hannað af auglýsingastofunni Árnasonum.
Nýja útlitið er hannað af auglýsingastofunni Árnasonum.
pintrest.com
pintrest.com
pintrest.com
pintrest.com
pintrest.com
pintrest.com
pintrest.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert