Vekjaraklukka sem hellir upp á kaffi

Eins og sjá má er Barisier kaffivélin glæsilega hönnuð.
Eins og sjá má er Barisier kaffivélin glæsilega hönnuð. mbl.is/indiegogo.com

Fyrir alla þá sem eiga erfitt með að vakna á morgnanna og vita fátt ergilegra en gnýstandi orgin í vekjaraklukkunni hyllir loksins í betri tíma.

Og hvernig eru þessir nýju og betri tímar?

Jú, hvern dreymir ekki um að vakna upp við ilminn af splunkunýju kaffi á náttborðinu? Enginn hávaði og engin læti, bara guðdómlegur ilmur af kaffi sem býður þér góðan dag og tryggir að þú farir réttu megin fram úr. 

Barisierur kaffivélin er frumkvöðla-vél sem var safnað fyrir á Indiegogo síðunni sem minnir um margt á Karolinafund. Oft eru sniðugar græjur ekkert sérlega smart en þessi undragræja er allt annars eðlis enda einstaklega fallega hönnuð. Við erum því að ræða um sannkallað herbergisprýði sem alvöru kaffisvelgir verða að eignast. Kaffivélin góða heldur meira að segja mjólk kaldri yfir nótt og það er hægt að hlaða síman í kaffivélinni sem er einnig vekjaraklukka.

Eina sem gæti toppað þetta væri ef kaffi-vekjarinn væri með innbyggðan fuglasöng.

Þá fyrst væri lífið fullkomið.

Kaffivélin er væntanleg á markað í júní en hægt er að forpanta hana hér. Áætlað verð er í kringum 35 þúsund krónur.

Auðvelt er að fjarlægja toppinn af til að þrífa vélina.
Auðvelt er að fjarlægja toppinn af til að þrífa vélina. mbl.is/indiegogo.com
Barisierur kaffivélin sómir sér vel á hvaða náttborði sem er.
Barisierur kaffivélin sómir sér vel á hvaða náttborði sem er. mbl.is/indiegogo.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert