Margfaldaðu plássið í frystinum á einfaldan hátt

Eins og sjá má er þetta fyrirmyndarfrystiskápur og afskaplega vel …
Eins og sjá má er þetta fyrirmyndarfrystiskápur og afskaplega vel skipulagður. mbl.is/asideoffab.com

Það getur verið flókið að viðhalda fullkomnu skipulagi í frystinum en við höfum rekist á margar góðar og virðingarverðar tilraunir í leit okkar að sniðugum húsráðum.

Eitt það snjallasta sem við höfum rekist á var Excel-skjal sem húsbændur geymdu samviskusamlega framan á frystinum sem innihélt nákvæman lista yfir það sem í frystinum var og hvar það var að finna – í kistunni.

Annað ráð sem við ætlum að gefa ykkur hér er í senn sniðugt og getur margfaldað plássið í frystinum á svo einfaldan hátt að þið hugsið sjálfsagt með ykkur „af hverju í ósköpunum datt mér þetta ekki í hug?“.

Þetta er einfalt og felur í sér að hengja poka upp á grindunum sem er að finna í flestum frystum með skjalaklemmu. Mikilvægt er að lofttæma pokana eins og allt annað sem fer inn í frysti og svo eru þeir bara hengdir upp eftir kúnstarinnar reglum og teknir úr þegar þörf er á.

Einfalt og afskaplega sniðugt.

Pokarnir eru hengdir upp með skjalaklemmum.
Pokarnir eru hengdir upp með skjalaklemmum. mbl.is/asideoffab.com
Einfalt og sniðugt.
Einfalt og sniðugt. mbl.is/asideoffab.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert