Snapchat dólgurinn Eva dýrkar þessa köku

Eva hatar ekki að líma sig inn á myndir með …
Eva hatar ekki að líma sig inn á myndir með frægum og pósta þeim á facebook enda mikill grínari. Hér er hún að baða sig með Bruno Mars. Skjáskot Facebook

Eva Ruza Miljevic er hrikalega fyndin og skemmtileg kópavogsmær sem fer mikinn á Snap-chat. Eva tryllir Snapchat fylgjendur sínar um þessar mundir með sólríkum og flippuðum snöppum frá Tenerife. Matarvefurinn ákvað að trufla hana í sólinni til að fá uppskrift og fá almenna gleði beint í æði.

„Akkúrat núna er èg nærri dauða en lífi í einum geggjaðasta vatnagarði i Evrópu, Siam Park. Eg er hér a vegum Gaman Ferða að broadcasta live í gegnum snappið hvernig lífið virkar á Tene. Eg er nottlega gríðarlega ratvís og vel að mér í spænsku. Annars er ég bara að blómast og sinna börnum og eiginmanni þegar ég er ekki í svona skemmtilegum verkefnum um heiminn," segir Eva en hana má finna á Snapchat undir gamanferdir. Eva lætur allt flakka eins og fyrri daginn - þar á meðal sjálfa sig niður himinháar vatnsrennibrautir.

„Ég er hérna búin að fórna mér í dauðabrautum fyrir áhorfendur snappsins. Ég kem nú samt skælbrosandi úr þeim öllum, eilítið raddlaus, með hjartað á fullu...en guð minn góður hvað þetta er gaman!“ Eva kveður okkur með þessari dásamlegu uppskrift sem hún bakar gjarnan fyrir Sigga sinn og tvíburana en uppskriftin er upphaflega frá Sollu á Gló og er unaðsleg - eins og Eva!

Nammikakan hennar Evu Ruzu er fullkomin helgarbomba.
Nammikakan hennar Evu Ruzu er fullkomin helgarbomba. Ófeigur Lýðsson

Skúffukaka með saltri karamellu
150 g dökkt súkkulaði
150 g kókosolía, má líka nota smjör
3 egg
250 g kókospálmasykur
1 tsk. lífrænir vanilludropar
100 g spelt eða glútenlaust mjöl
1 dl valhnetur, smátt saxaðar

Bræðið súkkulaði og olíu saman yfir vatnsbaði og kælið stutta stund. Hrærið eggjunum saman við ásamt sykrinum, vanilludropum og speltinu. Hellið deiginu í skúffukökuform, hellið karamellunni yfir ásamt valhnetunum og bakið í 22 mínútur við 165°C.

Sölt karamella
2 msk. möndlusmjör
1/3 dl kókosolía
2/3 dl sæta, til dæmis hlynsíróp eða kókospálmasykur
1 tsk. salt

Allt sett í blandara og blandað vel saman

Eva er alltaf til í glimmer og gleði. Hún elskar …
Eva er alltaf til í glimmer og gleði. Hún elskar Pál Óskar og almennt flipp. mbl
Eva Ruza er líklega hressasti snappari Íslands. Hún snappaði líka …
Eva Ruza er líklega hressasti snappari Íslands. Hún snappaði líka yfir þessari köku þegar hún smakkaði hana fyrst. Ófeigur Lýðsson
Evu Ruzu má finna á Snapchat undir gamanferdir.
Evu Ruzu má finna á Snapchat undir gamanferdir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert