Bestu matarbloggarar landsins dönsuðu saman í Versló

Ragnar og Berglind á leið á ball í Versló.
Ragnar og Berglind á leið á ball í Versló. Skjáskot facebook
„Ég held að við Berglind höfum kynnst í unglingavinnunni á unglingsárum. Þó er ég ekki alveg viss,“ segir Ragnar Freyr Ingvason, betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu, um hvernig hann kynntist Berglindi Guðmundsdóttur matarbloggara á grgs.is. Berglind birti í gær mynd á Facebook af þeim Ragnari á unglingsárum sem vakið hefur mikla kátínu. „Myndin var tekin þegar Berglind bauð mér með sér á ball í Versló þar sem hana vantaði einhvern sem væri hægt að snúa í hringi á dansgólfinu,“ segir Ragnar kátur en hann þykir lipur og góður dansari.
Bæði Ragnar og Berglind hafa um árabil verið meðal vinsælustu matarbloggara landsins. Ragnar segir að hann hafi að sjálfsögðu skoðað bloggið hennar Berglindar sér til innblásturs enda er hún mikill listakokkur. Ragnar hefur sjálfur lengi verið mikill matgæðingur og haft áhuga á eldamennsku frá því hann var unglingur og af mikilli alvöru eftir að hann fór sjálfur að búa. „Ég fór í útgáfuveisluna hennar Berglindar þegar hún gaf út bókina sína og fékk þá að borða hjá henni,“ segir Ragnar, spurður um hvenær þau æskuvinirnir borðuðu síðast saman.
Hér má sjá matarblogg Ragnars og hér má sjá blogg Berglindar.
Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur gefið út matreiðslubækur og stýrt …
Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur gefið út matreiðslubækur og stýrt matreiðsluþáttum með glæsibrag. Kristinn Ingvarsson
Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt.
Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari á Gulur, rauður, grænn og salt. mbl.is
Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert