Brjáluð baunasúpa með stökku beikoni

Tobba Marinós/mbl.is

Þessa himnesku súpu fékk ég í matarboði fyrir skemmstu. Bresk vinkona mín, Emily Lethbridge, doktor hjá Árnastofnun, bauð upp á þessa snilld. Emily er stórkostlegur kokkur, er í björgunarsveitinni og talar íslensku eins og innfædd. Það er ekkert sem Emily getur ekki gert! 

3 laukar
4 stórar bökunarkartöflur
450 g frosnar grænar baunir, þíddar
1 líter grænmetissoð
500 ml soðið vatn
2 msk. smjör
Salt
Pipar 

Ofan á:
Fersk steinselja 
1/2 pakki beikon, saxað og steikt

Sjóðið kartöflurnar og afhýðið.
Skerið laukinn og steikið upp úr smjöri á djúpri pönnu uns hann verður glær og mjúkur.
Skerið kartöflurnar í teninga og bætið út á pönnuna.
Saltið og piprið og hrærið vel saman. Látið steikjast í um 5 mínútur.
Hellið grænmetissoðinu út á og látið malla í aðrar 5 mínútur.
Svo fara baunirnar út í.
Látið malla í um 20 mínútur og svo maukað með töfrasprota.
Bætið soðnu vatni við eftir smekk til að þynna.
Berið fram með stökku beikoni og ferskri steinselju.

Fyrir þá sem elska rjóma má vel bæta við eins og 1/2 bolla af rjóma eða nota hann til að toppa súpuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert