Rjúkandi valentínusargjöf

Reykbyssan tekur eldamennskuna upp á stórkostlegt plan.
Reykbyssan tekur eldamennskuna upp á stórkostlegt plan.

Margir kannast við eldhúsvöruverslunina Williams Sonoma en eflaust hafa einhverjir komið þaðan út með fulla poka og súkkulaði út á kinn. Þar fæst allt milli himins og jarðar og einhvern veginn hefur versluninni tekist að safna saman öllum fallegustu gourmet-hlutum heims á einn stað í bland við skemmtileg tæki og tól. Reykbyssan góða hefur til dæmis fengist þar um hríð en er nú loks fáanleg hérlendis. Byssan er notuð til þess að reykja mat og fá þannig skemmtilegan keim á nánast hvaða matvæli sem er. Það má jafnvel reykja ís! Sniðug gjöf handa matarunnendum – enda styttist í bæði valentínusar- og konudaginn.

Það má setja nánast hvað sem er í byssuna til …
Það má setja nánast hvað sem er í byssuna til að fá bragð, svo sem krydd og viðarkol.

Byssan er einfaldlega hlaðin með viðarkolum með því bragði sem þér þóknast eða nánast hverju sem er. Það má jafnvel setja krydd í byssuna. Til dæmis mætti útbúa Apple-wood-ost heima fyrir með því að reykja hefðbundinn ost eða reykja krydd eða sjávarsalt sem tækifærisgjafir. Það má líka fá grill-bragð á nánast hvað sem er með byssunni. Algjör snilld. Byssan góða fæst hjá Progastro og kostar 16.990 kr.



Algjör snilld. Byssan góða fæst hjá Progastro og kostar 16.990 …
Algjör snilld. Byssan góða fæst hjá Progastro og kostar 16.990 kr.
Reykbyssan er algjör snilld. Það má jafnvel reykja kokteila eða …
Reykbyssan er algjör snilld. Það má jafnvel reykja kokteila eða bera matinn fram með loki og láta reykinn mynda girnilegt sjónarspil fyrir matargesti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert