Þetta borða flottustu upphandleggir landsins í morgunmat

Guðbjörg leikfimikennari dettur í fimmtugt í sumar. Hún er í …
Guðbjörg leikfimikennari dettur í fimmtugt í sumar. Hún er í fantaformi og hugsar vel um hvað hún borðar. Árni Sæberg
<span><span>Guðbjörg Finnsdóttir er einn öflugasti líkamsræktarkennari landsins. Hún er íþróttakennari að mennt og á og rekur líkamsræktarstöðina G fit í Garðabæ þar sem hún býr og galdrar gjarnan fram guðdómlega holla rétti í einstaklega fallegu eldhúsi. Hún borðar oft próteinríkan hafragraut í morgunmat en með því að bæta einu eggi út í grautinn verður hann próteinríkari. Guðbjörg útbýr líka engiferskot einu sinni í viku sem hún byrjar hvern morgun á. <br/><br/>Guðbjörg hugsar vel um heilsuna eins og sést en hún hefur kennt líkamsrækt í 28 ár og fagnar stórafmæli í sumar þegar hún verður fimmtug. Stórglæsileg og öflug kona með heilbrigði að leiðarljósi.</span></span>

Hafragrautur með eggi

1 dl grófir glútenlausir hafrar
2 dl vatn
1 egg
1 tsk. kanill
1/2 tsk. salt
1 msk. ber
1 lífrænt epli
1 tsk. hempfræ

Hafrarnir og vatnið fer í pott. Þegar grauturinn fer að sjóða slæ ég einu eggi út í og hræri þar til eggið er tilbúið.
Svo salta ég og set 1 tsk. af kanil.
1 lífrænt epli skorið í bita og dreift yfir og jafnvel bláber og hempfræ.

Flensubaninn, 1 staup á dag, skammtur fyrir 1 viku

300 g engifer
1 chilli, sker endann en set fræin með
2 sítrónur, afhýddar
2 límónur, afhýddar
500 ml vatn
Allt sett í öflugan blandara og geymt í góðri flösku í kæli.

Egg í grautinn gerir hann próteinríkari.
Egg í grautinn gerir hann próteinríkari. Árni Sæberg
Egginu er hrært út í og látið malla uns það …
Egginu er hrært út í og látið malla uns það er fulleldað. Árni Sæberg
Hempfræ, epli og ber sett ofan á grautinn.
Hempfræ, epli og ber sett ofan á grautinn. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert