Skotheldar gjafir sem gleðja ástina

Valentínusardagurinn er á morgun svo hér koma nokkrar girnilegar hugmyndir …
Valentínusardagurinn er á morgun svo hér koma nokkrar girnilegar hugmyndir að gjöfum handa gourmet-fólkinu.

Valentínusardagurinn er á morgun svo ekki seinna en vænna að griða sig í brók og finna rómantíkina og gleðja ástina með glaðning. Nú hnussa margir og segja að þeir púkki ekki á þetta erlenda fyrirbæri sem Valentínusardagurinn er. Það er skemmtilegra að taka þessari áminningu um að sinna ástinni opnum örmum. Það þarf ekki að vera rándýrt eða mikil vinna á bak við gjöfina eða hugsunina. Heimagerður morgunverður er til dæmis alltaf vel þeginn eða konfekt og koss.

Girnileg og gómsæt gjöf 
Víða er hægt að kaupa litlar tilbúnar tertur sem hressa svo sannarlega upp á daginn. Á veitingahúsinu Apótek er hægt að versla gullfallegar smátertur og makkarónur sem þú færð afhent í smart kassa og poka. Kökusjoppan 17 sortir er einnig með glæsilegt úrval af bollakökum og tertum sem einnig er afgreitt í smart gjafapakkningum. Falleg gjöf fyrir nokkra hundraðkalla en súkkulaðirósin hjá Apótekinu er á Valentínusartilboði á 690 krónur samkvæmt facebook síðu staðarins.

Kökusjoppan 17 Sortir býður upp á sérstaka Valentínusartertu.
Kökusjoppan 17 Sortir býður upp á sérstaka Valentínusartertu. 17 Sortir.is
Kökurnar á Apótekinu eru afgreiddar í einstaklega smart kassa og …
Kökurnar á Apótekinu eru afgreiddar í einstaklega smart kassa og poka. apotek.is

Styrktu gott málefni og gleddu um leið 
Vefverslun Krabbameinsfélags Íslands er ákaflega vel heppnuð en þar er að finna ýmiskonar snilld eins og þessi jógúrtmál með sérstöku loki fyrir múslí eða ávexti til að setja út á jógúrtið. Málin fást í nokkrum litum og kosta 1135 krónur. Það er sniðugt að kaupa svona box, ferskt ber, múslí og jógúrt og útbúa nesti fyrir makann til að taka með sér í fyrramálið.

Jógúrtmálin eru mjög sniðug fyrir þá sem eru mikið á …
Jógúrtmálin eru mjög sniðug fyrir þá sem eru mikið á ferðinni.

Eldrauð og lokkandi
Iittala Mariskooli skálarnar eru klassískar og fallegar en þær koma einnig í eldrauðu. Það er sniðugt að fylla eina slíka af jarðaberjum, konfekti, lakkrískúlum eða hvað það nú er sem heillar ástmanninn eða konuna. Skálarnar fást í nánast öllum gjafavöruverslunum og kosta rúmlega 6000 krónur.

Rauða Iittala skálin er klassísk og eitthvað svo rómó. Sérstaklega …
Rauða Iittala skálin er klassísk og eitthvað svo rómó. Sérstaklega ef það er komið konfekt í hana.

Hvert fóru þið fyrst út að borða?
Það er klassískt að fara út að borða á Valentínusardaginn. Taktu þá hugmynd skrefinu lengra og farðu með ástina á þann veitingastað sem þið borðuðu fyrst saman á. Það er aukaatriði þó það hafi ekki verið smart staður. Það má alltaf bæta það upp með koss og konfekti þegar heim er komið.

Í guðs bænum leggið nú símana frá ykkur á stefnumótinu …
Í guðs bænum leggið nú símana frá ykkur á stefnumótinu og njótið að rifja upp ykkar fyrstu kynni. Getty images

Apperol-spritz eða G&T glös 
Apperol-spritz er einn vinsælasti kokteill á landinu um þessar mundir en drykkurinn er ítalskur freyðivínskokteill. Hjá Progastro fást skemmtilega gjafapakkningar með 4 glösum sem henta afar vel undir drykkinn góða en aftan á kassanum er uppskriftin af kokteilum. Pakkinn kostar 3900 krónur og inniheldur 4 glös.

Glösin koma í smart kassa með kokteiluppskirftum aftan á.
Glösin koma í smart kassa með kokteiluppskirftum aftan á.

Æt ástarjátning  
Það þarf ekki endilega að gefa dísaætt konfekt eða kampavín. Það er gaman að nostra við ætan og hollan blómvönd úr grænmeti eða ávöxtum sem gaman er að gæða sér saman á. Ef ástin þín elskar osta má einnig skella í hjartalaga osta- og kjötbakka svona fyrir það sem vilja fá útrás fyrir matarlistamanninn í sér.

Grænmetisblómvöndur er ákaflega falleg ástarjátning. Ekki er verra að hafa …
Grænmetisblómvöndur er ákaflega falleg ástarjátning. Ekki er verra að hafa ídýfu með. pintrest.com
Leyfðu listamanninum í þér að njóta sín og taktu ástina …
Leyfðu listamanninum í þér að njóta sín og taktu ástina alla leið. pintrest.com
Krúttlegt og hollt!
Krúttlegt og hollt!

Vatnsbrúsi með hólfi fyrir ávexti 
Það er óskaplega hollt og gott að drekka vatn. Ekki er verra að gera það úr fallegum brúsa sem er með sérlegt hólf fyrir ávexti,mintu, agúrku eða engifer sem dæmi til að bragðbæta vatnið. Smart og sniðugt. Mikið úrval vatnsbrúsa má finna í vefverslun Krabbameinsfélagsins. Þessi snilld kostar 1998 krónur.

Stórsniðugir brúsar með sér hólfi fyrir ávexti.
Stórsniðugir brúsar með sér hólfi fyrir ávexti.

Draumur heilsuunnandans 
Vita-mix blandara hafa lengi vel verið blandararnir sem rokkstjörnur eldhúsinu kjósa. Solla á Gló, Marta María matreiðslubókarhöfundur og fleiri gourmet-grallarar eiga slíkt tryllitæki en það er knúið af flugvélamótor og er með öflugustu græjum á markaðnum. Hráfæðistertur, hristingar, pestó eða nánast hvað sem er verður leikandi létt með hestöflunum í þessari græju. Að þessu sögðu er græjan ekki ódýr en algjörlega þess virði. Vixa-mix blandara fást hjá Gló og Kælitækni og kosta frá 75.200 krónum.

Draumur gourmet-grallarans er Vita-mix blandari.
Draumur gourmet-grallarans er Vita-mix blandari.

Kampavín og konfekt 
Síðast en ekki síst er góð kampavínsflaska eða léttvínsflaska alltaf vinsæl og klassísk gjöf. Allaveg man ég ekki eftir að hafa heyrt nokkurn mann eða konu segja „ó nei ekki meira kampavín!“ Ekki er verra ef að konfektkassi eða nokkrir vel valdir bitar úr ostaverslun og dvd mynd (eða listi yfir myndir af Vod-inu) fylgir með pokanum. Og ekki klikka á að setja slaufu utan um flöskuhálsinn!

Kampavín kostar rúmlega sjö þúsund krónur svo fæstir kaupa sér …
Kampavín kostar rúmlega sjö þúsund krónur svo fæstir kaupa sér það sjálfir án tilefnis.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert