Kínóa- og chiagrautur með granateplum

Dásamlegur og nærandi morgungrautur að hætti Júlíu.
Dásamlegur og nærandi morgungrautur að hætti Júlíu.
Kínóa er ein af þessum heilsuvörum sem eru í tísku um þessar mundir. Vonandi er þessi „tískuvara“ komin til að vera því kínóa er stútfullt af próteinum, góðum fitusýrum og glútenlaust. Þá er það spurningin: hvað á að gera við þessi fræ?

Kínóa má nota í morgunmat, hádegismat og kvöldmat, sem aðalrétt eða meðlæti, í graut, sushi, kökur, salöt, pottrétti, súpur, borgara og í vefjuna svo eitthvað sé nefnt. Kínóafræin eru talin hin fullkoma prótínfæða og geta því hentað í hvaða máltíð sem er. Hægt er að nota þau í stað hrísgrjóna.

Hér kemur dásamlega einföld uppskrift af kínóagraut frá Júlíu okkar á Lifdutilfulls.is
chia-fræ í bleyti (1 á móti 4 af vatni)
kínóaflögur eða fræ (1 á móti 3 af vatni)
smá salt (val)
¼ af fræjum úr granatepli

Skolaðu kínóafræin. Settu þau síðan í pott með 2 dl af kínóa og 6 dl af vatni.
Láttu suðu koma upp og lækkaðu þá undir og láttu sjóða í 5-15 mín. (Ef þú ert með kínóaflögur taka þær aðeins 5-7 mín en kínóagrjón taka rúmlega 15 mín.)

Í box eða skál sameinaðu þá 1 dl chia-fræ með 4 dl vatni, hrærðu eða hristu vel og láttu bíða í ísskáp eða við stofuhita.

Afhýddu granateplið. Einfaldasta aðferðin hér er að skera bút úr hýðinu og einfaldlega nota fingurna til að rífa hann í sundur eins og með appelsínubörk. Tíndu út granateplin og settu þau í skál. Skolaðu síðan með vatni og þá tekur þú eftir því að eitthvað af hýðinu (ef það er til staðar) byrjar að fljóta efst.

Í morgunskál hrærðu chia og kínóa vel saman (bættu saltinu við hér – val) og toppaðu með brakandi ferskum granateplum.

Hollráð til að njóta grautarins enn frekar:
Leggðu kínóa í bleyti yfir nóttu, þá eldast þau fyrr.

Bónus hollráð:

Settu lítinn lífrænan dökkan súkkulaðimola út í grautinn og hrærðu þar til súkkulaðið bráðnar, hér færð þú smá auka ást úr grautnum.

Júlía Magnúsdóttir leggur mikið upp úr staðgóðum morgunverði.
Júlía Magnúsdóttir leggur mikið upp úr staðgóðum morgunverði. Tinna Björt
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert