Kínóasteiktur kjúklingur með ólífumauki

Meinhollur og ljúffengur kjúklingur á kínóabeði.
Meinhollur og ljúffengur kjúklingur á kínóabeði.

Kínóa er úr jurtaríkinu og er það fræ plöntunnar sem við borðum. Heilmörg næringarefni má finna í kínóa en það inniheldur allar 8 amínósýrurnar, mikið af trefjum, omega 3 fitusýrur, járn og b-vítamín. Það er soðið í hlutföllunum 1 hluti kínóa á móti 2 hlutum af vatni og það er mikilvægt að skola það vel fyrir suðu til að hreinsa burt efni sem kallast saponin og er utan á korninu og gerir það biturt á bragðið. Einnig er gott að leggja kínóa í bleyti yfir nótt, það verður þá auðmeltara og næringarefnin nýtast enn betur. Hér kemur því dásamlega einföld og ljúf uppskirft af kínókjúklingi.

Fyrir 4
1 og ½ bolli kínóa
2 og 2/3 bolli kjúklingasoð
150 g strengjabaunir
4 kjúklingabringur, skornar í tvennt
salt og nýmalaður pipar

ólífumauk

1½ bolli gróft skorin flatlaufssteinselja
1 bolli gróft skorin myntulauf
1 msk. rifinn sítrónubörkur
2 msk. sítrónusafi
½ bolli svartar ólífur, skornar
1 msk. ólífuolía

Hitaðu ofninn í 175°C.

Settu kínóa í botninn á eldföstu móti. Í potti, sjóddu kjúklingasoðið og helltu því yfir kínóaið. Settu lok eða álpappír yfir og bakaðu í 10 mínútur.

Hrærðu aðeins í kínóainu, bættu út í baununum og kjúklingnum og saltaðu og pipraðu. Breiddu álpappír yfir og bakaðu í 25 til 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.

Blandaðu saman steinselju, myntu, sítrónuberki og safa, ólífum og olíu í skál. Skiptu kjúklingnum og kínóainu á milli fjögurra diska og settu ólífumaukið yfir.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert