Sex fæðutegundir sem þú hélst að væru vegan

Bananar sem seldir eru í íslenskum verslunum eru flestir frá …
Bananar sem seldir eru í íslenskum verslunum eru flestir frá Suður-Ameríku.

Ef þú ert vegan ertu væntanlega með það á hreinu að appelsínusafi með omega 3 inniheldur að öllum líkindum olíu úr fiski og að flestir sykurpúðar innihalda gelatín. En það eru þó nokkrar fæðutegundir sem við erum nokkuð viss um að margir héldu að væru vegan en eru það alls ekki.

1. Worcestershire sósa

Nú súpa sjálfsagt margir hveljur enda er hin forláta worcestershire-sósa ein aðaluppistaðan í heimsfrægum og lífsnauðsynlegum sósum, marineringum og drykkjum á borð við Bloody Mary. En hið óvenjulega bragð er að mestu leyti komið frá ansjósunum. Því miður.

2. Bananar

Nú fara eflaust margir hreinlega að gráta en því miður er því svo farið að bananar eru oftar en ekki spreyjaðar með chitosan sem er skordýraeitur sem er meðal annars gert úr rækju- og krabbaskeljum. Efnið kemur líka í veg fyrir að ávöxturinn þroskist of hratt.

3. Lucky Charms

Nú er fokið í flest skjól og við biðjumst formlega velvirðingar á að rústa deginum fyrir ykkur en Lucky Charms inniheldur gelatín sem er bindiefni sem búið er til úr húð og beinum kjúklinga og svína. Ekki örvænta samt. Fullt af unaðslegu sykruðu morgunkorni inniheldur ekkert gelatín.

4. Rautt nammi

Rautt nammi inniheldur upp til hópa litarefni nr. 4 sem er skærrauður matarlitur sem gerður er úr rauðum cochineal-pöddum. Því er ráðlegt að sleppa rauða m&m-inu næst þegar þú færð þér nammi.

5. Hvítur sykur

Sykur er svo sannarlega ekki allur þar sem hann er séður og kemur ekki í ljós að þessi drifhvíti unaðsvekjandi gleðivaldur er síaður í gegnum beinakol (e. bone char) til að hann verði hvítur og fallegur. Því miður er þetta hvíttunarferli ekki sett í innihaldslýsingu sykurs og því er best að finna sykur sem merktur er sérstaklega sem vegan. Liturinn breytir heldur engu því brúnn sykur er oftast bara hvítur sykur sem búið er að blanda melassa saman við.

6. Bjór

Nú megið þið formlega fara að gráta en það eru meiri háttar líkur á að uppáhalds bjórinn ykkar innihaldi dýraafurðir, eins og fiskiþvagblöðru og annað eins fíniríi. Guinness sem seldur er í Bandaríkjunum er allur vegan. En til að vera 100% viss verðið þið að rannskaka ykkar uppáhalds tegund nánar en hægt er að nálgast nokkuð nákvæma skrá yfir erlenda bjóra hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert