Bakaði bollakökur í stíl við ilmvatnsglas

Hjördís bökunarsnillingur töfraði fram þessar smart bollakökur í tilefni dagsins.
Hjördís bökunarsnillingur töfraði fram þessar smart bollakökur í tilefni dagsins. mommur.is

Bollakökuæðið hófst með smjörkremshvelli fyrir nokkrum árum og er langt því frá að vera hætt. Æðið hefur jafnvel gengið svo langt að þekktir snyrtivöruframleiðendur eru farnir að nota bollakökutenginguna til að selja vöru sína.

Nýr ilmur frá Viva La Juicy verður kynntur í dag en hann kallast Viva La Juicey Sucre og er ilmvatnsglasið hannað með bollaköku í huga. Mikill æsingur hefur myndast í kringum ilminn en glasið er orðið einskonar safngripur en ilmurinn er hannaður með konur sem elska eftirrétti í huga.  

Hjördís Dögg Grímarsdóttir bökunarsnillingur hjá Mömmur.is tók hugmyndina alla leið og bakaði sérlegar bollakökur í stíl við ilmvatnsglasið góða. Um er að ræða girnilega vanilukökur með bleiku smjörkremi í sama lit og glasið sjálft. Hjördís setti einkennismerki ilmvatnsins á hjartalaga pinna og setti eins slaufu á kökurnar og er á ilmvatnsglasinu. Bollakökurformið er einnig gyllt líkt og á glasinu.

Fyrir áhugasama verður hægt að bragða á bollukökunum fögru og baða sig í ilminum í Lyf og Heilsu Kringlunni í dag milli 16 og 21.

Tónar ilmsins minna helst á köku uppskrift en þeir eru:
TOP – Brazilian Gardenia, Mardarin, Red Currant.
MID – Orange Flower, Jasmine Flower, Peach Nectar, Almond Cream.
BASE – Cocoa Bean, Sandalwood, Whipped Cream, Vanilla Extract.

Bollakökur verða vart smartari en þetta enda er Hjördís mikill …
Bollakökur verða vart smartari en þetta enda er Hjördís mikill meistari í bakstri og skreytingum. mommur.is
Ilmurinn er sagður fyrir konur sem elska eftirréttir.
Ilmurinn er sagður fyrir konur sem elska eftirréttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert