Inga Lind tekur slátur og steikir kleinur

Inga Lind og Ólafur Örn eru þáttastjórnendur í þættinum Það …
Inga Lind og Ólafur Örn eru þáttastjórnendur í þættinum Það er kominn matur sem hefst í kvöld Ljósmynd: Ari Magg
Í kvöld kl 20.00 hefur göngu sína nýr þáttur í Sjónvarpi Símans þar sem fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir og Ólafur Örn Ólafsson framleiðslumaður ráða ríkjum. Þátturinn ber nafnið Það er kominn matur og fjalla um íslenskan mat og matarhefðir eins og þær hafa þekkst í eldhúsum landsins hjá núlifandi kynslóðum. „Við erum að tala um æskumatinn okkar og alls konar minningar honum tengdar. Það er mikilvægt að varðveita hefðirnar og vita hvað er íslenskt. Og vera stolt af því," segir Inga Lind en þátturinn er þó ekki matreiðsluþáttur. „Við skoðum, gerum og græjum en erum minnst í því að elda sjálf enda eru þetta ekki matreiðsluþættir.“
Í fyrsta þætti ræðir Inga Lind meðal annars við Odd …
Í fyrsta þætti ræðir Inga Lind meðal annars við Odd Árnason kjötiðnaðarmeistara.
„Það sem hefur komið okkur mest á óvart er blikið sem kemur í augu viðmælenda okkar þegar þeir byrja að tala um þennan mat. Ég vissi ekki að kótelettur, sláturkeppir, grjónagrautur, pönnukökur, soðin ýsa, skyr og kjötsúpa vektu slík hughrif hjá svo mörgum Íslendingum. Við erum víst svo sannarlega það sem við borðum.“
Margt ansi undarlegt hefur verið borið á borð hérlendis síðustu ár og er því á nægu að taka. „Undarlegasta matarhefðin hlýtur að vera tengd sviðahausnum okkar. Jafn mikið og ég elska þann hluta af matarhefð okkar þá verður að viðurkennast að matreiðsla þessi þykir allsérstök. Sú staðreynd að þetta sé skyndibiti er líka stórmerkileg. Við skoðum þetta vel í þáttunum.“
En hvernig er Inga Lind sjálf í eldhúsinu? „Ég er gamaldags matarkona, steiki sjálf kleinur og tek slátur á haustin og vildi óska að þessir siðir glötuðust aldrei. Legg mín lóð á vogarskálarnar hér," segir Inga Lind og lofar fróðlegum og skemmtilegum þætti í kvöld eins og henni einni er lagið. 
Í þættinum bregða Inga Lind og Ólafur Örn sér í …
Í þættinum bregða Inga Lind og Ólafur Örn sér í hin ýmsu gervi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert