Magnaður heimabakstur Jennifer

Jennifer Berg er vinsæl fyrirsæta, hún er sænsk en býr …
Jennifer Berg er vinsæl fyrirsæta, hún er sænsk en býr hér á landi.

Matarbloggarinn Jennifer Berg á heiðurinn af þessari uppskrift en hún stráir kanil-mulningi yfir þær til að toppa herlegheitin. Jennifer er vinsæl fyrirsæta en hún er sænsk og býr hér á landi með íslenskum kærasta sínum.

Þessar múffur hljóma of góðar til að vera sannar og þar sem þær eru fylltar með rjómaosti ættu þær að eiga greiða leið inn í himnaríki.

Múffurnar eru ótrúlega fallegar og vel heppnaðar.
Múffurnar eru ótrúlega fallegar og vel heppnaðar. Jennifer Berg / JensDeliciousLife.com

Gulrótakaka

3 egg

3 dl hrásykur

3 dl hveiti

1 tsk. vanilla

3 tsk. matarsódi

Salt á hnífsoddi

1 1/2 tsk. kanilduft

1 tsk. kardimommuduft

2 tsk. engiferduft

1 1/2 dl sólblómaolía

4 1/2 dl rifnar gulrætur

1 dl saxaðar kókosflögur

Rjómaost-fylling

150 gr. rjómaostur

1 eggjarauða

1/2 dl púðursykur

1 tsk. vanilla

Kanilmulningur

2 dl hveiti

1 1/2 dl hrásykur

100 gr. bráðið smjör

1 tsk. kanill

Aðferð:

1. Byrjið á mulningnum. Setjið allt hráefnið saman í skál og hrærið með gaffli þar til áferðin er orðin dáldið kekkjótt. Leggið til hliðar.

2. Til að gera fyllinguna skal blanda saman rjómaostinum, eggjarauðunni, sykrinum og vanillunni. Geymið í ísskáp.

3. Þá er komið að gulrótakökunni. Hitið ofninn upp í 175 gráður. Hrærið saman eggin og sykurinn uns blandan er orðin loftkennd og fín.

4. Blandið þurrefnunum saman og hrærið síðan saman við eggjablönduna.

5. Bætið við sólblómaolíunni, rifnu gulrótunum og kókosflögunum.

6. Setjið pappaform í múffuform og setjið deigið í formin. Sirka 1 1/2 - 2 matskeiðar í hvert form. Setjið síðan góða matskeið af fyllingunni og loks aftur gulrótadeigið. Að lokum setjið þið kanilmulninginn ofan á en passið að setja ekki of mikið. Bakið í miðjum ofninum í 20-25 mínútur.

7. Takið múffurnar úr ofninum og leyfið þeim að kólna í 10 mínútur áður en þið takið þær upp úr forminu. Þegar búið er að taka þær upp úr forminu skal leyfa þeim að kólna almennilega.

Bloggsíðu Jennifer má nálgast hér.

Fyllingin passar einstaklega vel við gulrótakökuna.
Fyllingin passar einstaklega vel við gulrótakökuna. Jennifer Berg / JensDeliciousLife.com
Hér má sjá hvernig deigið er sett í formin.
Hér má sjá hvernig deigið er sett í formin. Jennifer Berg / JensDeliciousLife.com
Huggulegt...
Huggulegt... Jennifer Berg / JensDeliciousLife.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert