Ódýr og sniðug lausn sem reddar slettunum

Glerið passar vel við innréttinguna.
Glerið passar vel við innréttinguna. Ljósmynd tekin af Pinterest

Það er fátt leiðinlegra en subbulegt eldhús en eitt lykilatriði í hönnun góðs eldhúss er að það sé auðvelt að þrífa það. Mjög vinsælt er að flísaleggja milli borðplötu og efri skápa en mörgum þykir leiðinlegt að þrífa flísarnar og þá ekki síst fúguna. Þetta á oft sérstaklega við um svæðið á bak við eldavélina þar sem oft slettist mikið af fitu sem getur verið afburðaleiðinlegt að þrífa.

Til er lausn á þessum vanda sem er í senn ódýr og sniðug og það er að nota glerplötu hvort sem hún er úr plexígleri eða hefðbundnu. 

Glerið er þá oftar en ekki málað öðru megin til að framkalla falleg litbrigði eða sett yfir litaðan vegg eða jafnvel veggfóður. Glerið er síðan auðvelt að þrífa og heimilisbókhaldið fer ekki á hliðina við að kaupa það.

Auðvelt er að panta gler eftir máli en mikilvægt er að það sé ekki of þunnt þannig að það þoli smá hnjask sem oft vill verða í eldhúsum enda mikið um að vera.

Hér má sjá nokkur sýnishorn af vel heppnuðum gleruppsetningum:

Hér hefur verið tekin sú djarfa en skemmtilega ákvörðun að …
Hér hefur verið tekin sú djarfa en skemmtilega ákvörðun að veggfóðra. Hefðbundið veggfóður þolir ekki að vera í eldhúsi og því gráupplagt að setja gler yfir það. Ljósmynd tekin af Pinterest
Hér hefur gler verið sett á allan vegginn sem kemur …
Hér hefur gler verið sett á allan vegginn sem kemur mjög vel út. Ljósmynd tekin af Pinterest
Stílhreint.
Stílhreint. Ljósmynd tekin af Pinterest
Mjög klassíst og fallegt.
Mjög klassíst og fallegt. Ljósmynd tekin af Pinterest
Hér er búið að setja glerið á bak við háfinn.
Hér er búið að setja glerið á bak við háfinn. Ljósmynd tekin af Pinterest
Elegant og stílhreint. Kemur ákaflega vel út.
Elegant og stílhreint. Kemur ákaflega vel út. Ljósmynd tekin af Pinterest
Hér er glerið alveg glært sem kemur líka mjög vel …
Hér er glerið alveg glært sem kemur líka mjög vel út. Ljósmynd tekin af Pinterest
Hver myndi slá hendinni á móti því að búa þarna?
Hver myndi slá hendinni á móti því að búa þarna? Ljósmynd tekin af Pinterest
Falleg litapalletta.
Falleg litapalletta. Ljósmynd tekin af Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert