DILL fær Michelin-stjörnu

Ragnar Eiríksson yfirkokkur á Dill.
Ragnar Eiríksson yfirkokkur á Dill. mbl/Karl Petersson

Veitingastaðurinn DILL hefur nú hlotið eina stærstu viðurkenningu sem veitingastaðir víða um heim keppast um að fá, eina Michelin stjörnu. DILL hefur getið sér gott orð hérlendis sem erlendis. Hann hefur hlotið margskonar viðurkenningar og hefur nokkrum sinnum verið valinn besti veitingastaður Íslands á listum á borð við White Guide Nordic, Nordic Prize og víðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá DILL.

Þar kemur fram að Ragnar Eiríksson matreiðslumaður hafi tekið við stöðu yfirkokks í árslok 2015 þegar annar stofnenda DILL,  Gunnar Karl Gíslason, flutti af landi brott til að standsetja veitngastaðinn Agern á Grand Central Terminal í New York í samstarfi við Claus Meyer. Agern fékk sína Michelin stjörnu seint á síðasta ári.

Veitingastjóri Sæmundar í sparifötunum, Ólafur Ágústsson, tók við stöðu Gunnars og er nú starfandi framkvæmdastjóri á Sæmundi í sparifötunum og hefur yfirumsjón með DILL Restaurant, Hverfisgötu 12 og Mikkeller & Friends Reykjavík ásamt Hinriki Carl Ellertssyni.

Innanhúshönnuður DILL er Hálfdán Pedersen leikmyndahönnuður sem hefur skapað sér orð víða um heim fyrir störf sín.  

Veitingastaðurinn Dill er lítill og notalegur
Veitingastaðurinn Dill er lítill og notalegur Ómar Óskarsson
DILL er við Hverfisgötu.
DILL er við Hverfisgötu.
Gunnar Karl Gíslason, oft kenndur við Dill Restaurant.
Gunnar Karl Gíslason, oft kenndur við Dill Restaurant. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert