Hvernig á að halda eldhúsgólfinu tandurhreinu

Það er ekki nóg að eldhúsið sé fallegt... það þarf …
Það er ekki nóg að eldhúsið sé fallegt... það þarf líka að vera hreint.

Það er fátt leiðinlegra en skítugt eldhúsgólf nema ef vera skyldi að þrífa virkilega skítugt eldhúsgólf. Það finnst sumum á meðan það er stór hópur áhugafólks um eldhúsþrif sem veit fátt skemmtilegra.

Eldhús eru alla jafna staðir þar sem mikið gengur á og eru gólfin oftar en ekki æði subbuleg. En örvæntið eigi. Hér eru nokkrar skotheldar aðferðir til að einfalda lífið og halda eldhúsgólfinu í toppstandi.

1. Handsópur: Eiginlega það mikilvægasta á þessum lista og því trónir hann á toppnum. Hundaeigendur eru þó undanskildir því flestir hundar eru æði duglegir að halda gólfi húsbændanna tandurhreinu. En fyrir hina er nauðsynlegt að grípa í sóp og helst fara létt yfir gólfið tvisvar á dag. Við mælum með svona græjum, aðallega svo þið þurfið ekki að beygja ykkur of mikið.

2. Handryksugan: Það vita allir alvöru eldhúsfræðingar að handryksuga er ótrúlegt fyrirbæri. Handhæg, létt og auðveld í notkun. Uppáhaldið okkar er handryksugur á borð við þessar hér að neðan sem hægt er að festa á stærri græju. Þær eru jafnframt hleðslusugur sem þýðir að ekki þarf að byrja á að stinga þeim í samband.

3. Moppur: Nauðsynlegt er að moppa gólfið reglulega með blautri moppu. Það læðast alltaf fitublettir og annar óskundi á gólfið sem ryksugan ræður ekki við. Best er að nota sem minnst af sápu og sérfræðingar vara fólk sérstaklega við að kaupa hreinsiefni sem lofa einhverjum undragljáa. Yfirleitt sé um að ræða einhverjar akrýlblöndur sem geri engum gott.

Klassískur sópur með löngu handfangi. Fæst í Rúmfatalagernum.
Klassískur sópur með löngu handfangi. Fæst í Rúmfatalagernum.
Moppa með innbyggðum vatnstanki. Fremur sniðugt enda elskum við allt …
Moppa með innbyggðum vatnstanki. Fremur sniðugt enda elskum við allt sem auðveldar okkur lífið. Fæst í Byko.
Þessi ryksuga leikur tveimur skjöldum þar sem hún er líka …
Þessi ryksuga leikur tveimur skjöldum þar sem hún er líka moppa sem verður að teljast fremur snjallt. Fæst í Heimilistækjum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert