Eina hreinlætisgræjan sem þú þarft er…

Nú velta eflaust margir fyrir sér hvað við er átt. Er það eldhúspappír? Svampur? Uppþvottabursti? Hreinsisprey?

Samkvæmt nýlegum rannsóknum er gagnlegasta hreinlætisgræjan í eldhúsinu engin önnur en: örtrefjaklútur! 

Örtrefjaklútar fást í flestum stórmörkuðum fyrir lítið.
Örtrefjaklútar fást í flestum stórmörkuðum fyrir lítið. rekstrarland.is

Í rannsókninni kemur fram að örtrefjaklútarnir séu sérlega öflugir í að ná upp bakteríum og öðru óskemmtilegu sulli. Á sjúkrahúsi nokkru var gólfhreinsunin könnuð með þessum hætti og kom í ljós að örtrefjamottan fjarlægði 98% af bakteríum og 93% af vírusum af gólfinu á meðan hefðbundnar moppur náðu ekki nema 30% af bakteríunum og 23% af vírusum. Var um að ræða hefðbundnar amerískar moppur sem eru reyndar bráðundarlegt fyrirbæri sem virðist ekki gera neitt annað en að færa skítinn til eins og þessi könnun sannar.

En örtrefjaklútarnir eru algjörlega málið og snilldin er að það þarf ekki einu sinni að nota sápu. Þannig að næst þegar þú ætlar að fjárfesta í góðri tusku væri ekki úr vegi að prófa örtrefjarnar.

Þessi íkorni er greinilega mjög hissa á fregnunum og íhugar …
Þessi íkorni er greinilega mjög hissa á fregnunum og íhugar að fá sér slíkan klút.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert