Steiktur Tókíó-kjúklingur

Girnilegur er hann og hægt er að bera hann fram …
Girnilegur er hann og hægt er að bera hann fram með alls kyns sósum og meðlæti.

Þrátt fyrir að vera steiktir eru kjúklingabitarnir í þessum rétti bæði stökkir og olíulausir. Galdurinn við vel heppnaða djúpsteikingu felst í því að nota vel heita og hreina olíu og að steikja aðeins lítið í einu (til að pannan verði ekki of troðin og olían kólni sem veldur því að maturinn verður slepjulegur og yfirfullur af olíu sem er einmitt það sem þú vilt forðast). Rifið shiso er fullkomið með kjúklingnum þar sem piparkenndur ferskleikinn vegur upp á móti djúpsteikingunni.

Steiktur Tókíó-kjúklingur

Fyrir fjóra

4 beinlausar kjúklingabringur (120 - 180 gr. hver bringa) skornar í munnbitastóra bita.
6 sm langur biti af engiferrót
1 msk. saltskert soya sósa
2 tsk. sakí
1 tsk. mírin
½ bolli katakuriko (kartöflusterkja) eða kornsterkja
2 bollar af canola olíu eða hrísgrjónaklíðsolíu til að djúpsteikja uppúr
4 shiso lauf, skorin í þunnar ræmur (notað í skreytingu)
Saltskert soya sósa (til að nota við matarborðið)

  1. Setið kjúklinginn í meðalstóra skál.

  2. Fóðrið litla skál með grisju. Rífið engiferrótina niður og setjið á grisjuna. Kreistið safan úr ofan í skálina. Þú ættir að fá um 1½ tekseið af engifersafa. Helltu engifersafanum yfir kjúklinginn, ásamt soya sósunni, sakí og mírin. Veltið kjúklingnum vel uppúr vökvanum og látið liggja í 10 mínútur.

  3. Setjið katakuriko (eða kornsterkjuna) í litla skál. Takið kjúklinginn upp úr kryddleginum, þerrið burt allan umframvökva. Setjið nokkra bita í einu ofan í skálina og veltið vel uppúr þar til hver kjúklingabiti er þakinn af katakuriko. Setjið bitana á disk.

  4. Hitið olíuna á wok pönnu eða á stórri og djúpri pönnu þar til hitinn er orðinn um 180 gráður. Ef þú átt ekki hitamæli getur þú prófað olíuna með því að setja smá hveiti útí hana. Ef að hveitið stígur upp á yfirborðið og verður samstundis gyllt er olían orðin nógu heit. Djúpsteiktu í smáskömmtum og settu um þriðjung kjúklingabitanna út í og steiktu í um eina mínnútu á hvorri hlið (stilltu hitann eftir þörfum til að halda hitanum í 180 gráðum), eða þar til kjúklingurinn er orðinn gylltur að lit og gegnsteiktur. (Prófaðu bita með því að taka upp úr olíunni og skera í tvennt.) Taktu kjúklinginn upp úr þegar hann er orðinn tilbúinn og settu á disk sem búið er að setja tvöfalt lag af eldhúspappír á. Hitaðu olíuna aftur uppí 180 gráður og steiktu næsta skammt á sama hátt.

  5. Settu kjúklinginn á stórt fat. Dreyfðu shiso ræmunum yfir og berið fram ásamt flösku af soya sósu. Láttu hvern matargest um að setja soya sósu á sinn kjúkling.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert