Ískaka með Baileys-makkarónukurli

Skotheld og fljótleg Baileys helgarbomba frá Berglindi Guðmundsdóttur á grgs.is.
Skotheld og fljótleg Baileys helgarbomba frá Berglindi Guðmundsdóttur á grgs.is. grgs.is

Fyrir þá sem elska einfalda eftirréttir og smá Baileys þá er þessi dásemdin ein. Hér eru makkarónur látnar liggja í Baileys í nokkra stund sem gefur ískökunni ljúfan karamellukeim. Ef kakan er ætluð börnum og þið viljið standa ykkur sæmilega í foreldrahlutverkinu, þá er hægt að skipta Baileys út fyrir súkkulaðimjólk. Ískakan er síðan toppuð með ferskum jarðaberjum og rjóma," segir Berglind matarbloggari á grgs.is en tertan er án efa fullkomin í helgarmatarboðið.

2 l vanilluís
30 makkarónur
2 dl Baileys
200 g dökkt súkkulaði, saxað
2 dl rjómi
jarðarber

Myljið makkarónurnar og hellið Baileys yfir þær. Látið standa í um 30 mínútur.

Látið ísinn standa þar til hann er orðinn mjúkur, takið smá af makkarónumulningnum frá fyrir skraut í lokin en blandið afganginum saman við ísinn.

Setjið helminginn af ísnum í smelluform og stráið Baileys-makkarónum yfir allt og endið á að setja hinn helminginn af ísnum yfir makkarónurnar. Geymið í frysti.

Takið úr frysti og berið fram með þeyttum rjóma og jarðarberjum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert