Kósý-krásir eða skilnaðargúff?

Skál fyrir kósýkræsingum og listinni að njóta.
Skál fyrir kósýkræsingum og listinni að njóta. Íris Ann Sigurðardóttir/mbl

Með Morgunblaðinu í dag fylgir glæsilegt 24 síðna sérblað um mat. Þemað sem ríkir í blaðinu hefur vafist þó nokkuð fyrir mér, það er að segja að íslenska orðið.

Það stóð ekki á internetinu þegar ég gerðist svo kræf að skella inn á facebook-síðu mína fyrirspurn um hvað skyldi kalla „comfort food“ á íslensku en margir kannast við enska heitið sem nær yfir girnilegan, djúsí mat sem nærir og veitir hugarró. Þýðingarnar sem vinir og vandamenn buðu upp á voru hið besta skemmtiefni. Kósýmatur, kósýkrásir, skilnaðargúff, mömmumatur, sálarfæði, fróunarfóður, huggunarmatur, sælufæði og svo mætti lengi telja.

Forsíðu-uppskriftin er guðdómleg súkkulaðiostabrúnka að hætti Lindu Bjarkar matarbloggara.
Forsíðu-uppskriftin er guðdómleg súkkulaðiostabrúnka að hætti Lindu Bjarkar matarbloggara. Ljósmynd: Íris Ann Sigurðardóttir

Mér fannst nefnilega svo borðleggjandi að hafa þemað í þessu blaði „comfort food“ í miðjum stormi enda láta margir sig dreyma um djúsí dökka súkkulaðitertu eða hægeldað nautakjöt á meðan framrúðan er skafin. Já og kannski eins og eitt rauðvínsglas mmmm og kannski eitthvað með bræddum osti? Jii eða eitthvað með osti og súkkulaði? 

Kannski eru það bara mínir eigin draumar sem sleppa hér út í gegnum lyklaborðið en ég ákvað engu að síður að deila með ykkur nokkrum síðum af mínum djúsí draumum. Ég efast ekki um það í eina mínútu að allir munu finna eitthvað við sitt hæfi á þessum girnilegu síðum. Jafnvel matarklúbburinn minn fékk ekki frið en með lagni (og ítrekuðum tölvupóstum) náði ég að lauma ljósmyndara heim til margra mögnuðustu matgæðinga landsins.

Meðal efnis í blaðinu er:
Súkkulaði Salami
Súkkulaði ostabrúnka
Heimsins besta Sesar-salat 
Indónesískt matarboð 
Paleo-eurovision taco Hildar 
Döðlubrauð 
Bradwurst með öllu tilheyrandi
Karabískur kósý-matur
Hindberjabaka með engiferkeim
Sturlaðar amerískar eplapönnukökur með karamellusósu
Mojitó-ís
Heimagerð klakaskál 
Dýrðleg tómatsúpa að hætti The Coocoos Nest 

Og margt fleira...

Skál í gúmmelaði og verði ykkur að góðu!

Ég sat upp á eldhúsbekknum hjá Lindu matarbloggara heilt kvöld …
Ég sat upp á eldhúsbekknum hjá Lindu matarbloggara heilt kvöld og sankaði að mér fróðleik inn á milli hláturskastanna. Það er nefnilega svo miklu skemmtilegra að elda með húsráðendum í matarboðum. Ljósmynd: Íris Ann Sigurðardóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert